Hagnaður Síldarvinnslunnar 3,6 milljarðar

Efnahagur félagsins er sterkur eins og segir í tilkynningu þess …
Efnahagur félagsins er sterkur eins og segir í tilkynningu þess til kauphallar. mbl.is

Síld­ar­vinnsl­an hf. hagnaðist um 27,5 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala, eða tæp­lega 3,6 millj­arða ís­lenskra króna á fyrsta fjórðungi árs­ins. Hagnaður­inn eykst um meira en sex millj­ón­ir dala, eða 30%, milli tíma­bila en hann var rúm­lega 21 millj­ón dala á sama tíma á síðasta ári.

Eign­ir Síld­ar­vinnsl­unn­ar voru í lok tíma­bils­ins 672 millj­ón­ir dala eða ríf­lega 87 millj­arðar króna og hafa auk­ist um sex pró­sent frá ára­mót­um.

Eigið fé fyr­ir­tæk­is­ins nem­ur nú 451 millj­ón dala, eða tæp­lega 59 millj­örðum króna. Það jókst um 6,6 pró­sent frá ára­mót­um þegar það var 422 millj­ón­ir dala.

Eig­in­fjár­hlut­fall fé­lags­ins er 67,1%.

Gunnþór Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar.
Gunnþór Ingva­son for­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Mikið mætt á starfs­fólki

For­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar, Gunnþór Ingva­son, seg­ir í til­kynn­ingu til kaup­hall­ar að rekst­ur­inn hafi gengið vel á fyrsta árs­fjórðungi. Mikið magn afurða hafi verið fram­leitt í vinnsl­um fé­lags­ins. „Það hef­ur mikið mætt á starfs­fólki bæði til sjós og lands. Loðnu­vinnsla var nán­ast sam­felld frá ára­mót­um til 25. mars í fiski­mjöls­verk­smiðjum fé­lags­ins og hef­ur síðan haldið áfram í kol­munna. Skip fé­lags­ins fiskuðu yfir 80 þúsund tonn á fjórðungn­um og voru fram­leidd tæp 51 þúsund tonn af afurðum,“ seg­ir Gunnþór.

Fengu loðnu­sprengju í fangið

Þá seg­ir hann að „loðnu­sprengj­an“ sem fyr­ir­tækið fékk í fangið á haust­mánuðum hafi sprungið í and­litið á þeim. „En veðurfar og göngu­mynst­ur loðnunn­ar var okk­ur erfitt. Loðnan kom mun dreifðari upp að land­inu þannig að meira var haft fyr­ir veiðunum. Auk þess sem veður voru okk­ur ekki hag­felld á mik­il­væg­asta tím­an­um. Þess­ir þætt­ir valda því að ekki tókst að veiða all­an kvót­ann sem var gef­inn út. En þrátt fyr­ir að kvót­ar næðust ekki var þetta frá­bær vertíð, mik­il verðmæti voru unn­in og verð fyr­ir afurðir eru góð. Hærri verð en áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir vega að hluta til upp þann kvóta sem ekki náðist að nýta.“

Markaðir sterk­ir

Þá seg­ir Gunnþór í til­kynn­ing­unni að markaðir fyr­ir fram­leiðslu­vör­ur fé­lags­ins séu sterk­ir og verð víða í sögu­legu há­marki. Megi þar sér­stak­lega nefna markað fyr­ir sjó­fryst­ar afurðir ásamt mjöl- og lýs­is­mörkuðum.“

Þá seg­ir hann að þrátt fyr­ir áfallið sem skall á með inn­rás Rússa í Úkraínu hafi tek­ist að spila úr mál­um þar og viðskipti haldi áfram við Úkraínu. „Náðst hef­ur lausn á þeirri kröfu sem við átt­um þar úti­stand­andi,“ seg­ir Gunnþór í til­kynn­ing­unni.

mbl.is