Nýr björgunarbátur til Bolungarvíkur

RS Hvaler hefur verið keyptur til Bolungarvíkur. Báturinn verður afhentur …
RS Hvaler hefur verið keyptur til Bolungarvíkur. Báturinn verður afhentur um mitt sumar og fær nafnið Kobbi Láka. Ljósmynd/Redningsselskapet

Björg­un­ar­sveit­in Ern­ir á Bol­ung­ar­vík hef­ur gengið frá kaup­um á nýj­um björg­un­ar­bát sem af­hent­ur verður um mitt sum­ar í Nor­egi. Bát­ur­inn mun verða nýr Kobbi Láka, en fyr­ir­renn­ar­inn sökk í höfn­inni í vonsku­veðri.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu á Face­book-síðu Ern­is að bát­ur­inn sem um ræðir ber nú nafnið RS Hval­er og er í eigu norsku sjó­björg­un­ar­sam­tak­anna, Redn­ings­s­el­skapet. „Þessi bát­ur er mikið skref uppá við fyr­ir okk­ur og verður auk­in viðbragðsgeta hér á svæðinu,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Lengd báts­ins er 12,8 metr­ar og er sagður út­bú­inn öfl­ug­um búnaði. Þá eru um borð tvær Yan­mar-vél­ar og er bát­ur­inn drif­inn áfram með þotu­skrúfu. Gang­hraði báts­ins er vel yfir 30 sjó­míl­ur á klukku­stund. Einnig er bát­ur­inn út­bú­inn góðum slökkvi­búnaði.

mbl.is