Tímamót þegar Bergey verður Bergur

Ísfisktogarinn Bergey kemur til löndunar í Vestmannaeyjum í síðasta sinn …
Ísfisktogarinn Bergey kemur til löndunar í Vestmannaeyjum í síðasta sinn undir því nafni. Ljósmynd/Síldarvinnslan/Arnar Richardsson

Ber­gey VE-144 er kom­in í slipp í Reykja­vík en þar verður ýmsu viðhaldi sinnt og skipið málað. Það er þó ekki helsta frétt­in held­ur fær skipið einnig nýtt nafn: Berg­ur VE-44.

Ástæða nafna­breyt­ing­ar­inn­ar er breyt­ing á eign­ar­haldi skips­ins milli dótt­ur­fé­lags Síld­ar­vinnsl­unn­ar og fé­lags í eigu dótt­ur­fé­lags­ins, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Síld­ar­vinnsl­an festi kaup á út­gerðarfé­lag­inu Bergi ehf. í Vest­manna­eyj­um í gegn­um dótt­ur­fé­lag sitt, Berg – Hug­inn ehf., í októ­ber árið 2020. Kaup­un­um fylgdi bæði afla­heim­ild­ir og tog­skipið Berg­ur VE, en það skip var selt Vísi í Grinda­vík án afla­heim­ilda í ág­úst á síðasta ári. Berg­ur ehf. festi síðan kaup á Ber­gey VE sem hafði verið eigu Bergs – Hug­ins.

Með nafna­breyt­ing­unni eru kaup­in á skip­inu sögð staðfest. Vak­in er þó at­hygli á að stjórn út­gerðar skip­anna verði áfram sam­eig­in­leg þrátt fyr­ir til­færslu skips­ins milli fé­lag­anna.

Fiskað vel

Á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar er einnig sagt frá því að ís­fisk­tog­ar­arn­ir Ber­gey VE (bráðum Berg­ur) og Vest­manna­ey VE hafa verið að fiska vel að und­an­förnu og lönduðu þeir báðir full­fermi á sunnu­dag. Ber­gey (Berg­ur) var aðallega með karfa og þorsk en Vest­manna­ey með þorsk, ufsa og ýsu.

Að lok­inni lönd­un á sunnu­dag var Ber­gey und­ir­bú­in fyr­ir slipp­töku en Vest­manna­ey hélt aft­ur til veiða og landaði aft­ur í gær. Uppistaðan var karfi og þorsk­ur.

Bergey VE tekin í slipp í Reykjavík.
Ber­gey VE tek­in í slipp í Reykja­vík. Ljós­mynd/​Síld­ar­vinnsl­an/​Guðmund­ur Al­freðsson
mbl.is