Freyja siglir flekklaus framvegis

Gráa málningin flagnaði af Freyju þegar hún sigldi um úfinn …
Gráa málningin flagnaði af Freyju þegar hún sigldi um úfinn sjó. mbl.is/Árni Sæberg

Máln­ing­ar­vinna og minni hátt­ar viðhald fyr­ir varðskipið Freyju var ný­lega boðið út hjá Rík­is­kaup­um. Eins og margoft hef­ur komið fram mistókst vinn­an al­ger­lega þegar Freyja var máluð í lit­um Land­helg­is­gæsl­unn­ar og hef­ur hún verið flekk­ótt við gæslu­störf við landið síðan hún kom hingað í nóv­em­ber sl.

Aðeins barst eitt til­boð í verkið, frá skipa­smíðastöðinni GMC Yard AS í Stavan­ger í Nor­egi. Hljóðaði það upp á rúm­ar 258 þúsund evr­ur, jafn­v­irði rúm­lega 35 millj­óna ís­lenskra króna. Gert er ráð fyr­ir að samið verði við norsku skipa­smíðastöðina og er áætlað að Freyja fari utan í haust, seg­ir Ásgeir Er­lends­son, upp­lýs­inga­full­trúi Gæsl­unn­ar. Ekki reynd­ist unnt að vinna verkið hér á landi. „Við hjá Land­helg­is­gæsl­unni hlökk­um til að sjá varðskipið Freyju sigla flekk­laust um­hverf­is landið næsta vet­ur,“ seg­ir Ásgeir.

Selj­andi skips­ins verður kraf­inn um greiðslu kostnaðar við máln­ingu skips­ins þar sem um aug­ljós mis­tök af hans hálfu var að ræða, þegar það var málað í Hollandi í fyrra.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: