Ríkið fái 40 til 60 milljarða í veiðigjöld

Greina þarf á milli eðlilegs rekstrarhagnaðar og hagnaðar af sameiginlegri …
Greina þarf á milli eðlilegs rekstrarhagnaðar og hagnaðar af sameiginlegri auðlind, að mati Indriða. mbl.is/Ólafur Bernódusson

Indriði H. Þor­láks­son, fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóri og ráðuneyt­is­stjóri í fjár­málaráðuneyt­inu, tel­ur eðli­legt að ríkið fengi 40 til 60 millj­arða króna á ári í veiðigjöld, miðað við af­komu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja.

Fyr­ir­tæk­in greiddu 4,8 millj­arða í veiðigjöld árið 2020.

Í sam­tali við Frétta­blaðið seg­ist Indriði líta svo á að greina þurfi á milli eðli­legs rekstr­ar­hagnaðar og hagnaðar af sam­eig­in­legri auðlind, sem til­heyri ekki fyr­ir­tækj­un­um held­ur þjóðinni.

Að mati Indriða eru marg­ir ágall­ar á kerf­inu sem valda því að út­gerðin hagn­ast stór­lega án þess að ríkið fái sitt.

mbl.is