Plastúrgangur muni þrefaldast fyrir 2060

Gert er ráð fyrir að notkun plasts verði næstum orðið …
Gert er ráð fyrir að notkun plasts verði næstum orðið þrefalt meira árið 2060. mbl.is/Stefán Einar Stefánsson

Útlit er fyr­ir því að notk­un plasts í heim­in­um muni næst­um þre­fald­ast á inn­an við fjór­um ára­tug­um, sam­kvæmt niður­stöðum Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­inn­ar (OECD), sem birt­ar voru í gær.

Áætlað er að ár­leg fram­leiðsla á plasti, sem unnið er úr jarðefna­eldsneyti, muni fara yfir 1,2 millj­arða tonna árið 2060 og úr­gang­ur verði meira en einn millj­arður tonna.

Seg­ir í skýrslu OECD að jafn­vel með hörðum aðgerðum til að draga úr eft­ir­spurn og bæta skil­virkni, muni plast­fram­leiðsla næst­um tvö­fald­ast á inn­an við 40 árum. Slík­ar aðgerðir gætu aft­ur á móti aukið end­ur­vinnslu á plastúr­gangi úr 12 pró­sent­um í 40 pró­sent.

„Plast­meng­un er ein af stóru um­hverf­is­áskor­un­um 21. ald­ar­inn­ar, sem veld­ur víðtæk­um skaða á vist­kerf­um og heilsu manna,“ sagði Mat­hi­as Cormann, yf­ir­maður OECD. Vegna hag­vaxt­ar og hækk­andi íbúa­fjölda muni plast­fram­leiðsla aukast.

Magn plastúr­gangs nærri tvö­fald­ast

Um 460 millj­ón­ir tonna af plasti voru notuð árið 2019, tvö­falt meira en fyr­ir 20 árum. Magn plastúr­gangs hef­ur einnig nærri tvö­fald­ast og farið yfir 350 millj­ón­ir tonna. Minna en 10 pró­sent af því er end­urunnið. Talið er að plastúr­gang­ur valdi dauða meira en millj­ón sjó­fugla og yfir 100.000 sjáv­ar­spen­dýra á hverju ári.

Þá hef­ur míkróplast fund­ist víða á af­skekkt­um svæðum jarðar­inn­ar, eins og í fisk­um á dýpstu svæðum hafs­ins og í jökl­um á norður­heim­skaut­inu.

„Sam­ræmd og metnaðarfull alþjóðleg viðleitni get­ur nán­ast út­rýmt plast­meng­un fyr­ir árið 2060,“ seg­ir að lok­um í skýrslu OECD.

Sam­einuðu þjóðirn­ar settu fyrr á ár­inu af stað ferli til að þróa alþjóðlega bind­andi sátt­mála til að tak­marka plast­meng­un.

mbl.is