Vítalía Lazareva kveðst eiga Eggerti Þór Kristóferssyni, fyrrverandi forstjóra Festa hf., mikið að þakka.
Hann hafi hlustað á hana, eftir að Þórður Már Jóhannesson, þáverandi stjórnarformaður félagsins, lýsti atvikum fyrir stjórninni, en sú saga hafi ekki verið í samræmi við sögu Vítalíu.
„Einn af þeim fáu mönnum sem talaði við mig án þess að þekkja mig, hlustaði og gaf mér tækifærið á að segja mína hlið þegar ÞMJ var búinn að leggja allt aðra sögu á borðið hjá stjórninni.“
Þetta segir Vítalía í færslu á twitter reikningi sínum.
Eggert lét af störfum hjá félaginu í síðustu viku eftir að hafa starfað þar í ellefu ár, þar af sjö ár sem forstjóri.