Skip FISK Seafood lönduðu 240

Sigurborg SH og Farsæll SH komu til hafnar á Grundarfirði …
Sigurborg SH og Farsæll SH komu til hafnar á Grundarfirði en Drangey SK , sem hér er á mynd,landaði á Sauðárkróki. Alls báru skipin að landi 240 tonna afla. mbl.is/RAX

Skut­tog­ar­inn Sig­ur­borg SH-12 sem Soff­an­ías Cecils­son hf., dótt­ur­fé­lag FISK Sea­food, á Grund­arf­irði í dag. Fram kem­ur á vef FISK Sea­food að um var að ræða 61 tonn af blönduðum afla, þar af 17 tonn af bæði þorski og ýsu.

Sig­ur­borg hafði verið á veiðum á Nes­dýpi, en Far­sæll SH-30 sem FISK Sea­food ger­ir út hafði verið á veiðum á þessu svæði og kom hann einnig til hafn­ar á Grund­arf­irði í dag. Heild­ar­magn afla um borð var um 48 tonn, þar af um 21 tonn af þorski.

Drang­ey SK-2 var þriðja skip sam­stæðunn­ar sem kom með afla til hafn­ar í dag, en Drang­ey landaði á Sauðár­króki eft­ir að hafa verið meðal ann­ars á Kant­in­um vest­an við Hala og Víkurál. Afl­inn var blandaður, um 131 tonn þar sem uppistaðan var þorsk­ur og ýsa.

mbl.is