Gefin róandi lyf þegar nauðsyn krefur

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ein­stak­ling­um, sem vísa á úr landi, hafa verið gef­in ró­andi lyf við hand­töku í stöku til­fell­um, enda þyki það nauðsyn­legt sök­um ástands þeirra. 

Þetta kem­ur fram í svari Jóns Gunn­ars­son­ar dóms­málaráðherra, við fyr­ir­spurn Andrés­ar Inga Jóns­son­ar, þing­manns Pírata. Frétta­blaðið greindi fyrst frá. 

Jón árétt­ar að lyf séu ekki gef­in í þeim til­gangi að auðvelda yf­ir­völd­um brott­vís­un, þannig að viðkom­andi sé meðfæri­leg­ur í flutn­ing­um. 

Svo viðkom­andi skaði hvorki sig né aðra

Aft­ur á móti hafi komið upp til­vik þar sem ein­stak­ling­ur hafi „farið í þannig ástand að nauðsyn­legt hef­ur verið að gefa viðkom­andi ró­andi lyf í þeim til­gangi að viðkom­andi skaði hvorki sjálf­an sig né aðra.“

Er slíkt aðeins gert að und­an­geng­inni ákvörðun heil­brigðis­starfs­fólks, en ekki sam­kvæmt beiðni stoðdeild­ar. Er lyfja­gjöf­in þá fram­kvæmd af heil­brigðis­starfs­manni. 

Þá er brott­vís­un eða frá­vís­un einnig frestað þar til ástand viðkom­andi er metið svo, af lækni, að óhætt sé að flytja viðkom­andi. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina