Breska sápuóperuleikkonan Helen Flanagan skemmti sér vel í snekkjuferð um Sikiley á Ítalíu fyrr í vikunni. Á meðan Flanagan naut lífsins í góðra vinahópi um borð í snekkjunni, sem sigldi við strendur fjallaþorpsins Taormina, sleikti hún sólina og klæddist bikiníi frá fataverslunarkeðjunni Primark.
Flanagan hefur deilt myndbrotum úr ferðalaginu á Ítalíu með aðdáendum sínum í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram síðustu daga og virtist hún vera að lifa lífinu til fulls.
Til að mynda sást hún stinga sér til sunds í sjóinn í ódýru sundfötunum sínum sem voru fjarri því að líta út fyrir að vera verri en hver önnur. Toppurinn var fallegur í sniðinu með böndum sem komu upp frá brjóstaskoru og hnýta þurfti að aftan. Buxurnar sýndust nokkuð hefðbundnar, hvorki of háar né lágar en mynstrið á sundfötunum var bæði litríkt og sumarlegt, skreytt suðrænum ávöxtum.
Flanagan hefur verið dugleg að ferðast upp á síðkastið. Í maímánuði fór hún í fjölskyldufrí til Dubai ásamt eiginmanni sínum, knattspyrnumanninum Scott Sinclair, og börnum þeirra þremur; Matilda, sex ára, Delilah, þriggja ára, og Charlie, eins árs.