Uppáhaldsrúntur Mörtu leikhússtjóra

Marta Nordal leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar.
Marta Nordal leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Marta Nordal leikkona og leikstjóri hefur verið leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar frá 2018. Það voru viðbrigði fyrir hana að flytja norður þar sem hún hafði búið lengi í Reykjavík. Hún er hins vegar afar hrifin af Norðurlandi og öllum þeim töfrum sem þar er að finna. 

„Mér finnst gaman að fara í sjósund í Hauganesi og kíkja í leiðinni við á Hjalteyri. Auk þess finnst mér gaman að skreppa í Verksmiðjuna sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Svo finnst mér gaman að taka rúnt á sýningu á Hælinu í Kristnesi eða fá sér hádegismat á Orðakaffi í Amtsbókasafninu, spássera í Lystigarðinum og enda svo kvöldið á óviðjafnanlegri máltíð á Fimbul Cafe á Öngulstöðum,“ segir Marta.
María Pálsdóttir lét draum sinn rætast og opnaði safn og …
María Pálsdóttir lét draum sinn rætast og opnaði safn og kaffihús á æskuslóðum sínum í Eyjafirði. Hún tekur á móti gestum í gömlum hjúkrunarkonubúningi. Hælið, setur um sögu berklanna á Kristnesi í Eyjafirði, er bæði kaffihús og berklasýning en Kristnesspítali var lengi berklahæli. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: