Samræður sjómanna og útgerða eins og Groundhog Day

Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna,
Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna, mbl.is/Hákon Pálsson

Árni Bjarna­son, formaður Fé­lags skip­stjórn­ar­manna, seg­ir í pistli í sjó­mannadags­blaði 200 mílna sjó­menn vera fasta í sí­end­ur­tek­inni at­b­urðarrás sem felst í kjara­samn­ings­leysi og seg­ir hann stöðuna minna á kvik­mynd­ina Ground­hog Day.

Full­yrðir hann að sjó­menn hafi ekki haft sömu tæki­færi í kjara­samn­ings­gerð í ljósi þess hve oft hafi verið sett lög á verk­föll sjó­manna. „Óhætt er að full­yrða að eng­in stétt hef­ur jafn oft verið svipt lög­bundn­um verk­falls­rétti sín­um,“ seg­ir Árni. 

Nokkuð langt er í land milli samn­ingsaðila í kjaraviðræðum sjó­manna og viðsemj­end­um þeirra ef marka má það sem fram kem­ur í grein Árna. „Í nýj­asta til­boði SFS er boðið upp á samn­ing til 10 ára! 33.500 kr. við und­ir­skrift og síðan 13.500 kr. á ári í níu ár. Séu hækk­an­ir í lífs­kjara­samn­ingn­um auk hag­vaxt­ar­auka fram­reiknaðar frá des­em­ber 2019 til dags­ins í dag þá er niðurstaðan 100.500 kr. sem er krafa sjó­manna­sam­tak­anna við und­ir­skrift á samn­ingi til 5 ára.“

Við þetta bæt­ist krafa um hækk­un ót­fram­lags í líf­eyr­is­sjóð.

Pist­ill Árna í heild sinni:

Ground­hog Day

Þegar gerð skal til­raun til að lýsa sam­kipt­um sam­taka sjó­manna og sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi þá kem­ur upp í hug­ann söguþráður mynd­ar­inn­ar Ground­hog Day. Bill Murray fer með titil­hlut­verkið þar sem hann leik­ur veður­fræðing sem fær það hlut­verk að heim­sækja lít­inn bæ til að fjalla um ár­lega veður­spár­hátíð þar sem íbú­ar bæj­ar­ins trúa af ein­hverj­um ástæðum í ein­lægni að hátta­lag ákveðinn­ar ot­ur­teg­und­ar á ákveðnum degi árs­ins segi til um hvenær vetri muni ljúka. Það sem ger­ist í fram­hald­inu er að ves­al­ings maður­inn fest­ist í þeirri stöðu að end­urupp­lifa sama dag­inn út í eitt, dæmd­ur til að sjá sama fólkið og gera það sama aft­ur og aft­ur án þess að rofi til.

Hver er mun­ur­inn?

Ef við ber­um raun­veru­leik­ann í sjáv­ar­út­veg­in­um sam­an við inn­tak mynd­ar­inn­ar þá má þar sjá mikla hliðstæðu nema að í mynd­inni upp­lif­ir veður­fræðing­ur­inn sama dag­inn enda­laust. Sjó­menn á fiski­skip­um upp­lifa þess í stað sama árið út í eitt. Þ.e.a.s. enn eitt samn­ings­lausa árið. Megin­á­stæðan fyr­ir þess­ari patt­stöðu er sú að sjó­menn á fiski­skip­um upp­lifa sterk­ar en nokkru sinni fyrr að þeirra þátt­ur, sem felst í að veiða fisk­inn og koma hon­um sem fyrsta flokks hrá­efni í land, sé það veiga­mik­ill að þrátt fyr­ir það launa­kerfi sem þeir búa við þá séu í ljósi frá­bærr­ar af­komu grein­ar­inn­ar borðleggj­andi for­send­ur fyr­ir þeim kjara­bót­um sem fel­ast í hófstillt­um kröf­um sjó­manna­sam­tak­anna.

Fyr­ir skömmu var mér tjáð af far­sæl­um skip­stjóra sem spurði út­gerðarmann sinn ein­fald­lega hvort út­gerðin væri ekki til í að hækka fram­lag út­gerða í líf­eyr­is­sjóð til sjó­manna til jafns við aðra launþega. Svarið var stutt og laggott: þið hafið sko and­skot­ans nóg laun. Nefna má þá staðreynd að um ára­bil var hefð fyr­ir því að LÍÚ og í fram­hald­inu SFS hækkuðu kaup­trygg­ingu og aðra fasta launaliði í kjara­smn­ing­um sjó­manna til sam­ræm­is við al­menna markaðinn á hverj­um tíma, þrátt fyr­ir að kjara­samn­ing­ar sjó­manna hefðu ekki verið end­ur­nýjaðir. Þessi aðferðafræði var sleg­in af í des­em­ber 2019 sem þýðir að lág­marks­laun fiski­manna hafa verið óbreytt í 2 ½ ár meðan annað launa­fólk í land­inu hef­ur notið um­tals­verðra kjara­bóta. Þarna er um að ræða tals­verðar upp­hæðir sem eru á röng­um stað.

Í nýj­asta til­boði SFS er boðið upp á samn­ing til 10 ára! 33.500 kr. við und­ir­skrift og síðan 13.500 kr. á ári í níu ár. Séu hækk­an­ir í lífs­kjara­samn­ingn­um auk hag­vaxt­ar­auka fram­reiknaðar frá des­em­ber 2019 til dags­ins í dag þá er niðurstaðan 100.500 kr. sem er krafa sjó­manna­sam­tak­anna við und­ir­skrift á samn­ingi til 5 ára, en það er svar sjó­manna­sam­tak­anna við boði SFS upp á 33.500 kr. Síðan fylgi hækk­an­ir út samn­ings­tím­ann launa­flokki 7 í samn­ingi Starfs­greina­sam­bands­ins. Það sem felst í boði SFS er í raun að vilji sjó­menn kjara­bæt­ur þá borgi þeir þær sjálf­ir. Þetta sýn­ir gjörla þá viðhorfs­breyt­ingu sem átt hef­ur sér stað, þrátt fyr­ir gó­sentíð í gegn­um covid-tíma­bilið, gó­sentíð sem stend­ur enn. Frá miðju ári 2016 hef­ur trygg­inga­gjald verið lækkað úr 7,35% í 6,35 % í þeim til­gangi stjórn­valda að efla for­send­ur hinna ýmsu at­vinnu­greina til að hækka fram­lag vinnu­veit­enda í líf­eyr­is­sjóð. Sá sparnaður út­gerða bætt­ist ein­fald­lega við hagnað og arðgreiðslur út­gerðarfyr­ir­tækj­anna. Meg­in­krafa fiski­manna í kjara­samn­ing­un­um er að út­gerðin greiði sama fram­lag og aðrar at­vinnu­grein­ar til sinna launþega, þ.e.a.s. 11,5%.

Um þess­ar mund­ir er staðan þannig að út­gerðarfyr­ir­tæki eru og hafa verið að fjár­festa í fjöl­mörg­um at­vinnu­grein­um mistengd­um og alls ótengd­um sjáv­ar­ú­vegi fyr­ir marg­fald­ar fjár­hæðir sam­an­borið við það fram­lag sem sjó­menn krefjast, til að sitja við sama borð og annað launa­fólk í land­inu.

Aðkoma Alþing­is

Nú er til meðferðar á Alþingi frum­varp til laga um breyt­ingu á lög­um vegna hækk­un­ar lág­marksiðgjalds til líf­eyr­is­sjóðs og ákvæðum um til­greinda sér­eign. Sem fyrr ákveður ráðuneyti fjár­mála og efna­hags­mála að taka sjó­manna­stétt­ina út fyr­ir sviga skv. 6. grein frum­varps­ins og þeim gert að semja við viðsemj­anda um 3,5 % hækk­un sem að óbreyttu blas­ir við að ekki mun ger­ast. Viðsemj­andi sem er staðráðinn í að standa fast á sínu gagn­vart sín­um áhöfn­um sem eiga án nokk­urs vafa stærsta þátt­inn í vel­gengni út­gerðarfyr­ir­tækj­anna. Rík­is­valdið hef­ur í tím­ans rás gripið inn í kjara­samn­inga sjó­manna með stöðvun verk­falla eða hót­un­um um að slíkt verði gert. Óhætt er að full­yrða að eng­in stétt hef­ur jafn oft verið svipt lög­bundn­um verk­falls­rétti sín­um. Ég skora hér með á stjórn­völd að henda 6. grein lag­anna og sjá þar með til þess að sjó­menn sitji við sama borð og annað launa­fólk í land­inu. Útgerðin hef­ur svo sann­ar­lega borð fyr­ir báru hvað þetta varðar.

Ég óska sjó­mönn­um og fjöl­skyld­um þeirra gleðilegs sjó­mannadags.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: