Sjómenn krefjast sömu lífeyrisréttinda og aðrir

Guðmundur Helgi Þórarinsson segir hlut sjómanna af verðmætum sem til …
Guðmundur Helgi Þórarinsson segir hlut sjómanna af verðmætum sem til verða í sjávarútvegi verða stöugt minni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég vil skora á út­gerðina að ná sátt við sitt fólk og ganga til samn­inga við sjó­menn,“ skrif­ar Guðmund­ur Helgi Þór­ar­ins­son, formaður VM – Fé­lags vél­stjóra og málm­tækni­manna, í pistli sín­um í sjó­mannadags­blaði 200 mílna.

Samn­ing­ar sjó­manna hafa verið laus­ir í 31 mánuð og vek­ur hann at­hygli á að aðal­krafa sjó­manna sé að sjó­menn fái sömu greiðslur í líf­eyr­is­sjóð og aðrir launþegar, 15,5%.

Þá full­yrðir Guðmund­ur Helgi að sjó­menn séu hlunn­farn­ir. „Kjara­samn­ing­ar snú­ast um það að at­vinnu­lífið og launa­fólk skipti með sér þeim ábata sem mynd­ast og það er á hreinu að ábati sjó­manna af heild­ar­kök­unni er alltaf að minnka. Þrátt fyr­ir að sjó­menn séu á hluta­skipt­um, þá minnk­ar ábati sjó­manna vegna ógagn­sæ­is í fisk­verði,“ seg­ir hann.

Pist­ill Guðmund­ar í heil sinni:

Sjó­menn og sjó­manns­fjöl­skyld­ur: Til ham­ingju með dag­inn

Síðastliðin tvö ár hef­ur skipu­lagðri dag­skrá Sjó­mannadags­ráðs höfuðborg­ar­svæðis­ins verið af­lýst vegna sam­komutak­mark­ana vegna Covid-19-far­ald­urs­ins, eins og víðast ann­ars staðar. Því er það mjög gleðilegt að við get­um aft­ur farið að halda upp á dag­inn með skipu­lagðri dag­skrá.

Sjó­mannadag­ur­inn var fyrst hald­inn árið 1938 og hef­ur verið hald­inn hátíðleg­ur síðan, fyr­ir utan tvö síðustu ár. Til­gang­ur og mark­mið Sjó­mannadags­ráðs eru meðal ann­ars:

Að efla sam­hug meðal sjó­manna og hinna ýmsu starfs­greina sjó­manna­stétt­ar­inn­ar og vinna að nánu sam­starfi þeirra.

Að heiðra minn­ingu lát­inna sjó­manna og sér­stak­lega þeirra sem látið hafa lífið vegna slys­fara í starfi.

Segja má að þessi áherslu­atriði séu jafn mik­il­væg í dag og þau voru þá. Sem bet­ur fer hef­ur okk­ur tek­ist, með sam­stilltu átaki sjó­manna og út­gerðarmanna, að fækka slys­um veru­lega til sjós og höf­um átt nokk­ur ár án bana­slysa. Má þar þakka góðu starfi Slysa­varna­skóla sjó­manna og á skól­inn hrós skilið. Þrátt fyr­ir það, eru slys því miður samt enn allt of mörg og sum mjög al­var­leg.

Þrátt fyr­ir betri aðbúnað og oft góð laun geng­ur ekki vel að fá ungt fólk til sjós. Eitt af því sem fæl­ir fólk frá er sú nei­kvæða umræða sem er um út­gerðir lands­ins.

Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra er ný­bú­in að skipa ann­ars veg­ar stóra sam­ráðsnefnd með aðkomu allra þing­flokka og helstu hags­muna­hópa en líka sér­fræðinga­hópa sem eru ekki með bein­ar flokk­spóli­tísk­ar teng­ing­ar. Starfs­hóp­arn­ir eiga að greina áskor­an­ir og tæki­færi í sjáv­ar­út­vegi og tengd­um grein­um ásamt því að meta þjóðhags­leg­an ávinn­ing.

Talað er um ógagn­sæi í rekstri fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi og þá sér­stak­lega meðal stærstu fyr­ir­tækja lands­ins. Þá eru stöðugar frétt­ir um stór­gróða út­gerðar­inn­ar. Síld­ar­vinnsl­an hagnaðist um tæp­lega 3,6 millj­arða ís­lenskra króna á fyrsta fjórðungi árs­ins og hagnaður Brims nam á fyrsta árs­fjórðungi um 3,8 millj­örðum króna.

Á sama tíma geng­ur ekk­ert hjá stétt­ar­fé­lög­um sjó­manna að semja við SFS. Kjara­samn­ing­ar hafa verið laus­ir í 31 mánuð og aðal­krafa þar er að sjó­menn fái það sama greitt í líf­eyr­is­sjóð og annað launa­fólk, það er 15,5%. Þar áður voru samn­ing­ar laus­ir í sex ár.

Það er ótrú­leg fram­koma hjá út­gerðarmönn­um að geta ekki sæst á það að lág­marksiðgjaldið komi til sjó­manna eins og til annarra starfs­stétta. Að geta neitað sjó­mönn­um um kjara­samn­ing svo árum skipt­ir, nema þeir greiði fyr­ir það með eft­ir­gjöf ann­ars staðar, flokk­ast und­ir of­beldi. Á sama tíma hef­ur af­kom­an í sjáv­ar­út­vegi aldrei verið betri.

Þá vil ég benda á viðtal við Indriða H. Þor­láks­son, fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóra og ráðuneyt­is­stjóra í fjár­málaráðuneyt­inu. Þar seg­ir hann m.a.: „Sjáv­ar­út­vegsris­arn­ir hafa ýms­ar leiðir til að sneiða hjá veiðigjöld­um, svo sem að færa hagnað á vinnslu.“ Einnig seg­ir hann „Stór­bætt af­koma út­gerðanna vegna hækk­un­ar á fisk­verði er­lend­is skil­ar sér beint í vasa út­gerðar­inn­ar, því hluta­skipta­verð sjó­manna miðast ekki við verð á er­lend­um mörkuðum. Starfs­fólk í frysti­hús­um fær ekki launa­hækk­un vegna hærra verðs.“

Ég vil skora á út­gerðina að ná sátt við sitt fólk og ganga til samn­inga við sjó­menn. Kjara­samn­ing­ar snú­ast um það að at­vinnu­lífið og launa­fólk skipti með sér þeim ábata sem mynd­ast og það er á hreinu að ábati sjó­manna af heild­ar­kök­unni er alltaf að minnka. Þrátt fyr­ir að sjó­menn séu á hluta­skipt­um, þá minnk­ar ábati sjó­manna vegna ógagn­sæ­is í fisk­verði.

Von­andi tekst okk­ur í sam­ein­ingu að ná sátt um at­vinnu­grein­ina, svo hún öðlist þá virðingu í hug­um manna sem hún á skilið.

Að lok­um vil ég óska sjó­mönn­um og fjöl­skyld­um þeirra til ham­ingju með dag­inn.„

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: