Blóðgjafir samkynhneigðra verði heimilar

Gert er ráð fyrir að heimila mönnnum sem stunda kynlíf …
Gert er ráð fyrir að heimila mönnnum sem stunda kynlíf með mönnum að gefa blóð í nýrri aðgerðaáætlun. Ljósmynd/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Til­laga for­sæt­is­ráðherra til þings­álykt­un­ar um aðgerðaráætl­un í mál­efn­um hinseg­in fólks næstu þrjú árin var samþykkt í þingsal í dag. 

Aðgerðaráætl­un­in er í nítj­án liðum og fjall­ar einn þeirra um reglu­gerð um blóðgjaf­ir þar sem gert er ráð fyr­ir að reglu­gerð um söfn­un, meðferð, varðveislu og dreif­ingu blóðs verði breytt svo að mis­mun­un gagn­vart sam­kyn­hneigðum þegar kem­ur að blóðgjöf verði af­num­in. 

Sam­kvæmt áætl­un­inni verður breyt­ing­in gerð í ár eða á næsta ári. Þá sam­rým­ist áætl­un­in heims­mark­miðum 5.6 g 3.8.

Frá þingsal Alþingis.
Frá þingsal Alþing­is. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Sam­kyn­hneigðum karl­mönn­um hef­ur ekki verið heim­ilt að gefa blóð á grund­velli reglu­gerðar þar sem gert er ráð fyr­ir frá­vís­un gjafa blóðein­inga frá fólki „sem vegna kyn­hegðunar sinn­ar er mjög hætt við að fá al­var­lega smit­sjúk­dóma sem geta borist með blóði.“

Aðgerðaráætl­un­in var samþykkt með öll­um greidd­um at­kvæðum, en níu voru fjar­ver­andi og einn skráður með fjar­vist. 

Þing­menn Miðflokks­ins greiddu ekki at­kvæði þrátt fyr­ir að hafa verið í þingsal skömmu áður en Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, hélt ræðu í at­kvæðaskýr­ingu í næsta máli. 

mbl.is