Gegndarlaus neysla og slæm geðheilsa

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Ljósmynd/Aðsend

„Það þarf ekki að fara mjög djúpt í hug­mynda­fræði Af­stöðu og geðheilsu­teym­is­ins til að átta sig á því hvað þarf að gera,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi Þórodds­son, formaður Af­stöðu, fé­lags fanga og annarra áhuga­manna um fang­els­is­mál og betr­un. Í fang­els­um sé gegnd­ar­laus neysla og þá hafi and­legri heilsu fanga hrakað mikið.

Jón Gunn­ars­son, dóms­málaráðherra, sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið í morg­un að unnið sé að úr­bót­um í mál­efn­um fólks sem þurfi önn­ur úrræði en hefðbundna fang­elsis­vist. „Þetta er búið að vera allt of lengi vanda­mál hjá okk­ur, sem þarf að leysa,“ sagði Jón Gunn­ars­son.

Guðmund­ur Ingi kall­ar fyrst og fremst eft­ir auk­inni sam­vinnu í mála­flokkn­um. „Aðal­málið er aukið sam­starf við not­end­ur. Við þurf­um ekki fleiri plástra. Það þarf að gera heild­stæða framtíðar­sýn og breyt­ing­ar á lög­um, bæði í geðheil­brigðis­kerf­inu og fang­els­is­mál­um og þessi tvö kerfi þurfa að tala sam­an.“

Ekki rætt við Af­stöðu

Mynd­ir þú segja að þær lausn­ir sem dóms­málaráðherra hef­ur borið upp séu plástr­ar?

„Já, á meðan ekki er farið í heild­ar­end­ur­skoðun, þá eru þetta plástr­ar.“

Líkt og greint var frá í morg­un, sagði Jón Gunn­ars­son dóms­málaráðuneytið hafa unnið með Fang­els­is­mála­stofn­un að mál­efn­um fanga og skoðað hvort mögu­legt sé að bregðast við þessu og öðru sem snýr að fang­els­is­mál­um á sama tíma.

Ut­anaðkom­andi aðili hafi verið ráðinn til að vinna með stofn­un­inni við að skoða þessi mál. Síðan er stefn­an að setja fram leiðir sem mögu­legt er að feta til þess að leysa málið.

Spurður hvort Afstaða hafi komið að vinn­unni seg­ir Guðmund­ur Ingi svo ekki vera. „Við vör­um við hætt­unni en þegar hún er orðin að veru­leika og of seint að gera eitt­hvað í mál­un­um, þá er ekk­ert rætt við okk­ur.“

And­legri heilsu fangað hrakað mikið

Guðmund­ur Ingi seg­ir að Afstaða hafi varað við því að það myndi hafa hræðileg­ar af­leiðing­ar að loka á þjón­ustu við fanga í Covid-19. „Þáver­andi dóms­málaráðherra gerði lítið úr því þá. Núna er staðan akkúrat þannig, al­veg eins og við vöruðum við,“ seg­ir Guðmund­ur og vís­ar í slæma geðheilsu fanga.

Á meðal þess sem bannað var vegna sam­komutak­mark­ana voru al­menn­ar heim­sókn­ir, heim­sókn­ir fanga­presta, geðheilsu­teym­is og Af­stöðu. Dags­leyfi voru ekki veitt og fang­ar ekki flutt­ir á milli fang­elsa. 

„Það er gegnd­ar­laus neysla í fang­els­un­um og and­legri heilsu fanga hef­ur hrakað mikið,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi og vís­ar í sam­töl og fundi fé­laga í Af­stöðu með föng­um og fang­els­is­mála­yf­ir­völd­um.

mbl.is