Þurfa öðruvísi hjálp en fangelsisvist

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Gunn­ars­son dóms­málaráðherra seg­ir ráðuneytið meðvitað um að úrræði vanti fyr­ir fólk sem þurfi á öðru­vísi aðstoð að halda en hefðbund­in fang­elsi geta veitt. Það þurfi lækn­is­hjálp og hjálp sér­fræðinga á öðrum sviðum. Unnið sé að því að koma með til­lög­ur til úr­bóta.

„Þetta er búið að vera allt of lengi vanda­mál hjá okk­ur sem þarf að leysa,“ seg­ir hann.

Guðmund­ur Ingi Þórodds­son, formaður Af­stöðu, fé­lags fanga, sagði í sam­tali við mbl.is í fyrra­dag að úrræði skorti fyr­ir þá sem falla á milli þess að vera sak­hæf­ir eða ósakhæf­ir eða þá sem reyn­ast „of erfiðir“ fyr­ir rétt­ar­geðdeild. Menn fengju ekki þá aðstoð í fang­els­um sem þeir þyrftu til betr­un­ar.

Í sam­vinnu við Fang­els­is­mála­stofn­un

Jón seg­ir ráðuneytið hafa verið í sam­vinnu við Fang­els­is­mála­stofn­un sem snýr ein­mitt að þessu vanda­máli og því hvort mögu­legt sé að bregðast við þessu og öðru sem snýr að fang­els­is­mál­um á sama tíma. Ut­anaðkom­andi aðili hafi verið ráðinn til að vinna með stofn­un­inni við að skoða þessi mál. Síðan er stefn­an að setja fram ein­hverj­ar leiðir sem mögu­legt er að feta til þess að leysa málið.

Að sögn Jóns er um fjöl­breytt­an hóp að ræða. „Við erum auðvitað fá­mennt sam­fé­lag sem er að glíma við ósakhæfi og fólk sem þarf ein­hverja sér­staka meðferð í fang­els­um. Við erum líka með fólk sem þarf ör­yggis­vist­un út frá ákveðnum sjón­ar­miðum. Ég hef skoðað það hvort við get­um leyst aðstæður þessa fá­menna hóps með ein­hverju sam­eig­in­legu átaki sem get­ur náð utan um þessi vanda­mál sem við er að glíma.“

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: