Vaxandi ýsustofn en ofmetinn ufsastofn

Hafrannsóknastofnun leggur til töluverða lækkun í aflamarki ufsa og þorski …
Hafrannsóknastofnun leggur til töluverða lækkun í aflamarki ufsa og þorski en ráðgjöf í ýsu hækkar um 23%. mbl.is//Sigurður Bogi

Mat Haf­rann­sókna­stofn­un­ar á stærð ufsa­stofns­ins lækk­ar um 17% milli ára og tel­ur stofn­un­in að stofn­inn hafi verið of­met­inn frá ár­inu 2018. Vegna sveiflu­jöfn­un í afla­reglu lækk­ar ráðgjöf­in hins veg­ar aðeins um 8% í 71.300 tonn fyr­ir næsta fisk­veiðiár, en gera má ráð fyr­ir frek­ari lækk­un­um á næsta fisk­veiðiári.

Þetta kom fram í máli Bjarka Þórs Elvars­son­ar, töl­fræðings hjá Haf­rann­sókna­stofn­un, á kynn­ing­ar­fundi stofn­un­ar­inn­ar í dag vegna veiðiráðgjaf­ar henn­ar fyr­ir næsta fisk­veiðiár.

23% aukn­ing í ýsu

Eins og áður hef­ur komið fram hef­ur verið lagt til að há­marks­afli fisk­veiðiflot­ans í þorski verði 6% minni á næsta fisk­veiðiári eða 208.846 tonn. Bú­ist var við lækk­un þar sem Haf­rann­sókna­stofn­un gaf slíkt til kynna á síðasta ári þegar hún upp­lýsti að að þorsk­stofn­inn hefði verið of­met­inn í fleiri ár. Án sveiflu­jöfn­un í afla­reglu hefði stofn­un­in lagt til að veiðin yrði minnkuð um 12% og að há­marks­afli yrði 195.318 tonn.

Stór­ir ár­gang­ar eru á leið inn í stofn­inn og á því gera ráð fyr­ir að viðmiðun­ar­stofn þorsks fari hægt vax­andi næstu tvö til þrjú ár.

Ekki voru aðeins nei­kvæðar fregn­ir á kynn­ing­ar­fundi Haf­rann­sókna­stofn­un­ar í dag og er lagt til að afla­mark íýsu verði 62.219 tonn sem er 23% aukn­ing frá yf­ir­stand­andi fisk­veiðiári. Jafn­framt er gert ráð fyr­ir að stofn­inn muni stækka á kom­andi árum.

Ráðgjöf fyr­ir grá­lúðu stend­ur í stað frá fyrra ári og er 26 710 tonn.

Gera ráð fyr­ir tölu­verðri lækk­un í gull­karfa

Þá varð tölu­verð lækk­un ío ráðgjöf vegna gull­karfa og fór ráðgjöf­in úr 31.855 tonn­um í 25.545 tonn. Slök nýliðun hef­ur verið í teg­und­inni og hef­ur hrygn­ming­ar­stofn­inn minnkað um­tals­vert á und­an­förn­um árum og mæl­ist við aðgerðarmörk. Gert er ráð fyr­ir að sókn í stofn­inn fari ört minnk­andi á kom­andi árum.

Stofn­stærð sum­argots­s­íld­ar­inn­ar lækk­ar og er ráðlögð há­marks­veiði fyr­ir næsta fisk­veiðiár 66.195 tonn sem er 8% minna en á yf­ir­stand­andi ári. Vak­in er þó at­hygli á að um er að ræða tvö­falt magn á við fisk­veiðiárið 2020/​2021.

mbl.is