Það fór vel um söngkonuna Dua Lipa í gær þegar hún heimsótti Bláa lónið. Hún var í tökum fyrir tískuhúsið YSL.
Það er ekki skrýtið að Bláa lónið hafi orðið fyrir valinu því fegurðin þar er einstök á allan hátt. Svo er vatnið náttúrlega mjög gott fyrir húðina.
Söngkonan er í lausagangi þessa dagana eftir að upp úr sambandi hennar og kærastans slitnaði.
„Næsti kafli snýst um að vera ánægð með að vera ein með sjálfri mér,“ sagði Lipa í forsíðuviðtali Vogue. Hún er virkilega að meina það sem hún segir og hefur æft sig með því að fara á stefnumót með sjálfri sér í New York.