Á afskekktri eyju í norður Noregi má finna einstakt hótel umvafið ósnortni náttúru. Eyjan Sørvær er staðsett 40 mínútum undan strönd Noregs, í aðeins 2.000 kílómetra fjarlægð frá austurströnd Grænlands. Þegar komið er á eyjuna blasa við tólf glæsibyggingar í „minimalískum“ stíl.
Á eyjunni eru hvorki bílar né verslanir og er staðurinn því tilvalin til að hlaða batteríin á rólegum stað í faðmi Norður-Íshafsins.
Einstakt útsýni er af eyjunni, en þar sést yfir norska hafið, nálægar eyjar, norðurljósin, sólarupprásir og sólsetur.
Markmið arkitektúrs húsanna er að færa fólk nær náttúrunni, enda notast við mikið af náttúrulegu efni.