Viðmiðunarverð á þorski hækkað um 40%

Viðmiðunarverð hefur hækkað nokkuð á undanförnu ári. Um er að …
Viðmiðunarverð hefur hækkað nokkuð á undanförnu ári. Um er að ræða lögbundið lágmarksverð í viðskiptum milli tengdra aðila með afla úr sjó og er grundvöllur launa margar sjómanna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mikl­ar verðhækk­an­ir hafa verið á afurðaverði um heim all­an og hef­ur það einnig haft áhrif á viðmiðun­ar­verð sem er til grund­vall­ar laun­um sjó­manna. Þorsk­ur hef­ur hækkað mest en tölu­verð hækk­un er einnig í ýsu og ufsa. Viðmiðun­ar­verð karfa hef­ur lítið breyst.

Viðmiðun­ar­verð á fimm kílóa slægðum þorski er í júní 380,47 krón­ur á kíló, 108,52 krón­um meira en í sama mánuði í fyrra. Hef­ur því viðmiðun­ar­verð hækkað um tæp 40% á síðustu 12 mánuðum. Hæsta verð á tíma­bil­inu var þó yfir vetr­ar­tím­ann, en í des­em­ber og janú­ar nam það heil­um 383,13 krón­um. Ef litið er til tveggja kílóa slægðrar ýsu, hef­ur viðmiðun­ar­verð hækkað um þriðjung frá júní á síðasta ári eða 73,27 krón­ur á kíló. Hæsta viðmiðun­ar­verðið fyr­ir ýs­una var þó í apríl, þegar feng­ust 313,12 krón­ur á kíló.

Í til­felli ufsa hef­ur viðmiðun­ar­verð hækkað um 43,41 krónu eða 30,6% og er verð fyr­ir júní hið hæsta sem feng­ist hef­ur fyr­ir teg­und­ina á und­an­förn­um 12 mánuðum. Karf­inn hef­ur hins veg­ar hækkað mun minna, aðeins 4%.

Mikl­ar verðhækk­an­ir hafa verið á mat­væl­um um heim all­an á und­an­förnu ári og eru verðhækk­an­irn­ar á sjáv­ar­af­urðum í takti við þá þróun. Mik­il hækk­un í ufsa vek­ur þó at­hygli, þar sem ódýr rúss­nesk­ur ufsi streym­ir enn inn á evr­ópska markaði og vitað er til þess að ala­skaufsi frá Rússlandi rati einnig inn á Banda­ríkja­markað í gegn­um Kína. Víðtæk­ar trufl­an­ir hafa þó verið á und­an­förn­um miss­er­um á flutn­ings­leiðum og birgðakeðjum, ekki síst vegna harðra lok­un­araðgerða, sem enn er beitt í Kína til að sporna gegn út­breiðslu kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins.

Einnig er lík­legt að ástandið í Kína hafi einnig áhrif á aðrar teg­und­ir eins og þorsk, þar sem tölu­vert af fiski er flutt­ur með skip­um frá Evr­ópu til vinnslu í Kína.

75% af meðal­verði

Viðmiðun­ar­verð er lág­marks­verð í viðskipt­um milli skyldra aðila í sjáv­ar­út­vegi, sem sagt þegar afurð er seld milli út­gerðar­hluta fyr­ir­tæk­is og vinnslu, að því er fram kem­ur í lýs­ingu á hlut­verki Verðlags­stofu skipta­verðs á vef stofn­un­ar­inn­ar. Úrsk­urðar­nefnd sjó­manna og út­vegs­manna ákveður lág­marks­verðið sam­kvæmt viðmiðum gild­andi kjara­samn­ings milli Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, Sam­taka at­vinnu­lífs­ins og Sjó­manna­sam­bands Íslands. „Mark­mið aðila er að lág­marks­verð miðist meðal ann­ars að jafnaði við 75% af meðal­verði á inn­lend­um markaði síðastliðna þrjá mánuði.“

Það er síðan hlut­verk Verðlags­stofu skipta­verðs að fylgj­ast með fisk­verði og stuðla að réttu og eðli­legu upp­gjöri á afla­hlut sjó­manna, eins og til­greint er í lög­um um Verðlags­stofu skipta­verðs og úr­sk­urðar­nefnd sjó­manna og út­vegs­manna.

Sætt gagn­rýni

Verðlags­stofu-fyr­ir­komu­lagið hef­ur sætt nokk­urri gagn­rýni um ára­bil. Meðal ann­ars hafa Sam­tök fisk­fram­leiðenda og út­flytj­enda talið þörf á að breyta fyr­ir­komu­lag­inu, þannig að þeir sem eru með vinnsl­ur en stunda ekki veiðar þurfi ekki að greiða mun hærra verð fyr­ir hrá­efni en þær vinnsl­ur sem taka þátt í innri viðskipt­um samþættra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: