Tvílembingur og kokkur

Tveir góðir. Hafsteinn og geirfuglinn eftir Sigurð Eiríksson í Norðurkoti.
Tveir góðir. Hafsteinn og geirfuglinn eftir Sigurð Eiríksson í Norðurkoti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skip­stjór­inn Haf­steinn Guðna­son frá Sand­gerði fór fyrst á sjó 13 ára og var aðeins 19 ára þegar hann út­skrifaðist úr Stýri­manna­skól­an­um 1958. Hann hef­ur ekki verið aðgerðalaus eft­ir að hann kom í land fyr­ir margt löngu. Er til dæm­is formaður Pútt­klúbbs Suður­nesja ásamt Aðal­bergi Þór­ar­ins­syni og læt­ur til sín taka í Li­ons­klúbbi Kefla­vík­ur. „Þeir hafa út­nefnt mig skóla­stjóra kútt­maga­skól­ans því ég kann tök­in við að út­búa kútt­maga í þá, en nú verður reynd­ar að kalla þetta sjáv­ar­rétta­hlaðborð.“

Haf­steinn var ekki hár í loft­inu þegar hann fékk skip­rúm. „Ég fór ný­fermd­ur, sem tví­lemb­ing­ur með eldri bróður mín­um, á síld 1952. Við fór­um upp á einn hlut á 38 tonna nóta­bát en afrakst­ur­inn var ekki mik­ill. Við feng­um 210 mál og tunn­ur fyrsta sum­arið, fór­um út eft­ir 17. júní og kom­um heim í byrj­un sept­em­ber.“

Nýr Mun­inn kom til Sand­gerðis um ára­mót­in 1955/​1956 og var Guðni Jóns­son, faðir Haf­steins, skip­stjóri. „Ekki var kokk­ur á dagróðrabát­um fyrr en 1955, aðeins mat­ar­kassi sem var fyllt­ur fyr­ir hvern róður,“ seg­ir Haf­steinn. „Pabbi sagði ein­fald­lega að staðan væri mín og ein vika í eld­hús­inu hjá mömmu dugði vel á tveim­ur vertíðum. Þetta var góð reynsla.“

Græddi tvö ár í Núps­skóla

Núps­skóli í Dýraf­irði fær hæstu ein­kunn hjá Haf­steini, „var besti skóli lands­ins“, árétt­ar hann. Þar hafi hann og þrjú systkini lært til manns og hann lært á tveim­ur vetr­um það sem hefði tekið fjög­ur ár í Kefla­vík. „Þetta þýddi að ég var kom­inn tveim­ur árum fyrr út í at­vinnu­lífið og ég veit ekki til þess að marg­ir yngri en ég hafi út­skrif­ast úr Stýri­manna­skól­an­um.“

Í út­skrift­ar­hópn­um voru 45 manns og ár­lega hitt­ast þeir sem enn eru á lífi en að nám­inu loknu fór Haf­steinn á stærri skip og var starf­andi skip­stjóri í 20 ár. Hann byrjaði skip­stjóra­fer­il­inn hjá Útgerð Guðmund­ar á Rafn­kels­stöðum í Sand­gerði 1962. Fyrst á Freyju, síðan á Kristjáni Val­geiri, sem áður hét Gjaf­ar frá Vest­manna­eyj­um, þá Sig­urpáli GK og sótti svo ný­byggðan Kristján Val­geir til Nor­egs 1966.

Forsíða Tímans 28. júlí 1959.
Forsíða Tím­ans 28. júlí 1959. Skjá­skot/​Tíma­rit.is

„Hann var svo seld­ur til Tanga á Vopnafirði, ég fylgdi með og var með hann í nokk­ur ár.“ Haf­steinn var einnig með Ásgeir RE hjá Ísbirn­in­um í Reykja­vík og endaði svo hjá Fiskiðjunni í Kefla­vík með Gígju RE, sem upp­haf­lega var Kristján Val­geir. Þegar upp­sjáv­ar­veiðar voru bannaðar allt árið 1982 hóf hann störf við hafn­ar­vi­gt­ina í Kefla­vík, var síðan hjá Skipa­af­greiðslu Suður­nesja og lauk starfs­ferl­in­um hjá Flutn­ingaþjón­ustu Gunn­ars Rún­ars­son­ar í Reykja­nes­bæ.

„Ég upp­lifði margt á sjó­manns­ár­un­um, meðal ann­ars „stóra slag­inn“ á Sigluf­irði 1959,“ rifjar hann upp og vís­ar allri ábyrgð á hend­ur lög­regl­unni, en sjó­mönn­um var kennt um. „Ég sá hvernig þetta byrjaði,“ held­ur hann áfram og seg­ir sög­una, sem verður að bíða betri tíma. „Eng­inn get­ur hafa verið með tára­g­asbyssu nema ein­hver sem var gerður út af lög­regl­unni og sá hef­ur verið mjög mis­vit­ur.“

Sigurpáll GK árið 1964.
Sig­urpáll GK árið 1964. Ljós­mynd/​Snorri Snorra­son

Fékk golfdellu fer­tug­ur

Pútt­klúbb­ur Suður­nesja var stofnaður 1985 og hef­ur Haf­steinn verið virk­ur í klúbbn­um frá alda­mót­um. „Ég fékk golfdell­una fer­tug­ur,“ út­skýr­ir hann. Seg­ist reynd­ar lítið hafa getað spilað þegar hann var til sjós en þó haft kylf­urn­ar stund­um með. „Það var til dæm­is mögu­leiki að fara í golf á Sigluf­irði, en settið var samt aldrei notað þar.“

Haf­steinn kann vel við sig í Pútt­klúbbn­um auk þess sem hann geng­ur reglu­lega og fer í leik­fimi þris­var í viku. Eldri borg­ar­ar komi gjarn­an sam­an við sjúkra­húsið í Reykja­nes­bæ eft­ir há­degið og pútti þar á sumr­in. „Hérna eru tveir 18 holu pútt­vell­ir og við rölt­um í um hálf­an ann­an tíma. Lífið er dá­sam­legt og ég hvet aðra eldri borg­ara til að taka þátt í starfi eldra fólks, því það er frá­bært.“

Stjórn klúbbs­ins reyn­ir að halda mót á tveggja vikna fresti. Haf­steinn seg­ir að horfið hafi verið frá því að veita sig­ur­veg­ur­um bik­ara og verðlauna­pen­inga en í staðinn sé fólk verðlaunað með ein­hverju nyt­sam­legu, eins og til dæm­is gjafa­korti á veit­ingastað, þrif­um á bíl og svo fram­veg­is. „Fólk veit ekk­ert hvað það á að gera við þessa bik­ara eða safn verðlauna­pen­inga.“

Fé­lag­ar klúbbs­ins hafa aðstöðu til þess að pútta inni á vet­urna. Haf­steinn seg­ir að góð sam­vinna sé um rýmið við Aka­demí­una í Fim­leika­höll­inni. „Ég legg mikið upp úr sátt og sam­lyndi, því rifr­ildi er ekki mitt mottó.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: