Skip Síldarvinnslunnar að verða klár fyrir vertíð

Börkur NK í höfn í Skagen í Danmörku. Þar hefur …
Börkur NK í höfn í Skagen í Danmörku. Þar hefur skipið verið á ábyrgðarslipp frá lok kolmunnavertíðarinnar. Ljósmynd/Síldarvinnslan/Grétar Örn Sigfinnsson

Gert er ráð fyr­ir að Börk­ur, Beit­ir og Barði haldi til mak­ríl­væða upp úr næstu helgi, að því er fram kem­ur í færslu á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar. Unnið hef­ur verið að viðhaldi og end­ur­bót­um á upp­sjáv­ar­skip­um út­gerðar­inn­ar að und­an­förnu.

Sagt er frá því að Barði NK kom til heima­hafn­ar í Nes­kaupstað í lok maí, hafði skipið verið í slipp á Ak­ur­eyri frá lok­um loðnu­vertíðar. Hugað var að flestu um borð og var meðal ann­ars aðal­vél skips­ins tek­in upp og skipið heil­málað. „Lít­ur Barði afar vel út og er hinn glæsi­leg­asti,“ seg­ir í færsl­unni.

Bjarni Ólafs­son AK hef­ur evrið sett­ur í geymslu og mun áhöfn­in á skip­inu fara yfir á Barða.

Þá hef­ur verið sinnt viðhaldi á Beiti NK í Nes­kaupstað frá því að kol­munna­veiðum lauk. Bæði aðal­vél og ljósa­vél skips­ins voru yf­ir­farn­ar og ýms­um fleiri verk­efn­um hef­ur verið sinnt.

Börk­ur NK sigldi til Ska­gen í Dan­mörku að lokn­um kol­munna­veiðum og hef­ur verið þar í ábyrgðarslipp. „Í ábyrgðarslipp er farið yfir búnað skips­ins þegar eitt ár er liðið frá því að smíði þess lauk í skipa­smíðastöð Kar­sten­sens í Ska­gen. Nefna má að aðal­vél­ar skips­ins voru yf­ir­farn­ar og ýms­um minni­hátt­ar lag­fær­ing­um sinnt,“ seg­ir í færsl­unni.

Haft er eft­ir Grét­ari Erni Sig­finns­syni, rekstr­ar­stjóra út­gerðar Síld­ar­vinnsl­unn­ar, að vinn­an við Börk hafi „gengið afar vel og er gert ráð fyr­ir að skipið sigli heim á leið um miðja vik­una.“

mbl.is