Tíð slys í ísfisktogurum

Slys um borð í Ljósafelli er eitt þeirra atvika sem …
Slys um borð í Ljósafelli er eitt þeirra atvika sem nýbirtar skýrslur Rannsóknarnefndar samgönguslysa nær til. Ljósmynd/Loðnuvinnslan

Tvær at­vika­skýrsl­ur um sjó­menn sem runnu í fiskikör­um og slösuðust voru ný­verið birt­ar á vef Rann­sókn­ar­nefnd­ar sam­göngu­slysa.

„Vegna tíðra slysa um borð í ís­fisk­tog­ur­um bend­ir nefnd­in á að ýms­ar lausn­ir eru í boði til að koma í veg fyr­ir að menn renni í kör­um,“ seg­ir í ann­arri skýrsl­unni og er vak­in at­hygli á ál­grind­um sem sett­ar eru í botn fiskik­ara eða ál­bakka sem þver­ar kör.

Fyrra at­vikið sem um ræðir átti sér stað 30. októ­ber á síðasta ári um borð í Ljósa­felli SU-70 sem Loðnu­vinnsl­an á Fá­skrúðsfirði ger­ir út. Skip­verji var einn í lest að færa frek­ar þungt út­drag­an­legt færi­band milli kara þegar hann steig í kar sem var með ískrapa í. Rann hann til og skrapaðist á sköfl­ungi og nær­liggj­andi svæði.

Í kjöl­farið afþakkaði skip­verj­inn skoðun skip­stjóra á áverk­an­um í tvígang og taldi þess ekki þörf og var skip­verj­inn við vinnu það sem eft­ir var ferðar­inn­ar. Þrem­ur dög­um síðar lauk veiðiferðinni en á fjórða degi frá óhappi leitaði skip­verj­inn til lækn­is en þá var kom­in sýk­ing í fót­inn.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa mælir með því að búnaði sé beitt til …
Rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa mæl­ir með því að búnaði sé beitt til að draga úr slys­um í ís­fisk­tog­ur­um. Sam­sett mynd/​RNSA

Hinn 20. janú­ar síðastliðinn átti seinna til­vikið sér stað og var það um borð í skipi Vinnslu­stöðvar­inn­ar, Brynj­ólfi VE-3. Í þetta sinn var skip­verji að vinnu í lest skips­ins og var að lyfta 300 lítra fiskik­ari upp í þriðju hæð og stóð ofan í öðru kari við verkið. Féll hann aft­ur fyr­ir sig og lenti með bakið á öðru kari. Skip­verj­inn meidd­ist á hrygg og hætti strax störf­um.

Í skýrsl­unni er bent á að ekki hef­ur verið gert áhættumat fyr­ir störf í lest þótt til sé áhættumat fyr­ir ýmis önn­ur störf í skip­inu. Þá er ekki virk ör­ygg­is­nefnd um borð og ekki eru fyr­ir hendi skrif­leg­ar vinnu­regl­ur, að því er seg­ir í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: