Komin á fast eftir sambandsslitin

Olivia Rodrigo og Zack Bia.
Olivia Rodrigo og Zack Bia. Samsett mynd

Tón­list­ar­kon­an Oli­via Rodrigo er kom­in á fast. Sá heppni heit­ir Zack Bia og er plötu­snúður og stofn­andi plötu­út­gáfu­fyr­ir­tæk­is. 

Parið sást fyrst sam­an í des­em­ber 2021 þegar þau snæddu kvöld­verð í Santa Monica, Kali­forn­íu. Á þeim tíma sagði Bia að þau væru þó aðeins vin­ir. Það var ekki fyrr en á of­ur­skál­inni, sem hald­in var í fe­brú­ar sem parið byrjaði sam­an sam­kvæmt heim­ild­ar­manni People. „Þau eru mjög hrif­in hvort af öðru.“ 

Rodrigo var áður með pródú­sent­in­um Adam Faze, en þau hættu sam­an í árs­byrj­un eft­ir nokk­urra mánaða sam­band. 

Hin 19 ára Rodrigo hef­ur slegið í gegn í tón­list­ar­heim­in­um. Hún var til­nefnd til sjö Grammy-verðlauna fyrr á ár­inu og hlaut þrjú verðlaun, en hún var meðal ann­ars val­in besti nýliðinn og fékk verðlaun fyr­ir bestu popp-plöt­una.

mbl.is