Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum fær nýtt Gullberg

Nýtt skip Vinnslustöðvarinnar fær nafnið Gullberg og er væntanlegt í …
Nýtt skip Vinnslustöðvarinnar fær nafnið Gullberg og er væntanlegt í lok mánaðar. Ljósmynd/Vinnslustöðin

Vinnslu­stöðin í Vest­manna­eyj­um til­kynnti fyrr í þess­um mánuði að út­gerðin hefði fest kaup á norsku upp­sjáv­ar­skipi með heima­höfn í Björg­vin. Skipið sem nú heit­ir Gard­ar og er 70 metra langt og 13 metra að breidd hef­ur 2.1000 rím­metra lest. Það mun fá nafnið Gull­berg og skrán­ing­ar­núm­erið VE-292. Skip­stjóri verður Jón Atli Gunn­ars­son nú­ver­andi skip­stjóri á Kap VE.

Þetta er meðal þess sem kem­ur fram um kaup­in á vef Vinnslu­stöðvar­inn­ar.

Sagt er frá því að skipið á sér for­sögu sem teng­ist Íslandi, en áður bar Gard­ar nafnið Mar­grét EA þegar það var í eigu Sam­herja. Síðar hét skipið Beit­ir NK og var gert út af Síld­ar­vinnsl­unni, en var selt úr landi.

Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar.
Sindri Viðars­son, sviðsstjóri upp­sjáv­ar­sviðs Vinnslu­stöðvar­inn­ar. Ljós­mynd/​Vinnslu­stöðin

Gard­ar var tek­inn í slipp í Dan­mörku eft­ir að gengið var frá kaup­un­um sem hluti af hefðbund­inni skoðun við eig­enda­skipti. Skipið er nú á leið til Vest­manna­eyja og er gert ráð fyr­ir því í lok mánaðar­ins.

„Okk­ur leist strax afar vel á enda er þetta hörku­skip sem búið er að end­ur­nýja margt í og gera mikið fyr­ir. Aðal­vél­in er til dæm­is ný, afar hag­kvæm í rekstri og tog­kraft­ur er mik­ill. Það er búið að fara yfir kæli­kerfi og lest­ar, blökk­in er ný og skipið lít­ur í alla staði vel út,“ seg­ir Sindri Viðars­son, sviðsstjóri upp­sjáv­ar­sviðs Vinnslu­stöðvar­inn­ar, á vef út­gerðar­inn­ar.

Fulltrúum Vinnslustöðvarinnar leist vel á skipið.
Full­trú­um Vinnslu­stöðvar­inn­ar leist vel á skipið. Ljós­mynd/​Vinnslu­stöðin
Ljós­mynd/​Vinnslu­stöðin

Seldu Sig­hvat Bjarna­son

Þá hef­ur Vinnslu­stöðin selt Sig­hvat Bjarna­son VE úr landi, en nafnið mun ekki heyra sög­unni til þar sem KAP VE-4 mun skipta um nafn og verður Sig­hvat­ur Bjarna­son VE-81. Jafn­framt verður KAP II fram­veg­is þekkt sem KAP VE-4.

„Öld­ungaráð Vinnslu­stöðvar­inn­ar ákvað þess­ar nafna­breyt­ing­ar um sjó­manna­helg­ina. Ráðið er valda­stofn­un sem fáum sög­um fer af og ekki er til í op­in­beru skipu­riti fé­lags­ins en læt­ur frá sér heyra þegar mikið ligg­ur við, svo sem að nefna skip og núm­era þau,“ seg­ir í pistli á vef út­gerðar­inn­ar um nafna­breyt­ing­arn­ar.

Gull­bergið þekkt nafn

Vinnslu­stöðin hef­ur verið tengt við skip að nafni Gull­berg allt frá 2008 þegar út­gerðin keypti 35% hlut í Ufsa­bergi ehf. og tók við út­gerð fé­lags­ins. Fé­lög­in sam­einuðust síðar und­ir merkj­um Vinnslu­stöðvar­inn­ar.

Ufsa­berg var stofnað 1969 og gerði út fjög­ur skip með sama nafni og núm­eri, Gull­berg VE-292. „Guðjón Páls­son, einn eig­enda Ufsa­bergs, var meðal afla­sæl­ustu skip­stjóra Vest­manna­eyja,“ er full­yrt í pistl­in­um. Son­ur Guðjóns, Eyj­ólf­ur, tók við skip­stjórn og út­gerð Gull­bergs þegar faðir hans lést árið 1987.

Síðasta Gull­bergið seldi Vinnslu­stöðin sum­arið 2017 og er Eyj­ólf­ur Guðjóns­son er nú skip­stjóri á Vinnslu­stöðvar­skip­inu Ísleifi VE-63.

Gullberg VE-292 árið 2008.
Gull­berg VE-292 árið 2008. mbl.is/Þ​or­geir
mbl.is