Ný þáttaröð True Detective tekin upp á Íslandi

Jodie Foster fer með aðalhlutverk í þáttaröðinni, sem verður tekin …
Jodie Foster fer með aðalhlutverk í þáttaröðinni, sem verður tekin upp á Íslandi. AFP

Fjórða sería vinsælu spennuþáttaraðarinnar True Detective verður tekin upp á Íslandi en sögusviðið í Alaska. Hollywood Reporter greinir frá þessu. 

Stjörnuleikkonan Jodie Foster fer með aðalhlutverk í seríunni ásamt boxaranum, leikkonunni og fyrirlesaranum Kali Reis og mun hin nýja sería bera heitið True Detective: Night Country. Verður þetta frumraun Jodie Foster á sjónvarpsskjánum.

Í kynningu á þáttaröðinni segir: „Þegar veturinn skellur á bænum Ennis í Alaska hverfa sex starfsmenn rannsóknarsetursins Tsalal Arctic sporlaust. Rannsóknarlögreglumennirnir Liz Danvers og Evangeline Navarro munu þurfa að horfast í augu við myrkrið og kljást við það sem leynist undir þykkum íslögum norðursins.“

mbl.is