Það færist sífellt meira í aukana að barnshafandi einstaklingar slái til veislu þegar afhjúpa skal kynið á væntanlegum krílum. Ýmsum aðferðum hefur verið beitt til að afhjúpa kyn lítilla ófæddra kríla að vinum og vandamönnum viðstöddum en mismikill metnaður hefur verið lagður í kynjaafhjúpanir og veislur. Það að skera í köku eða sprengja blöðru þykir ekki mjög framsækið lengur, heldur er eftirsóknarvert að leggja aðeins meira í afhjúpunina og hugsa út fyrir kassann.
Hér að neðan má sjá nokkur dæmi um dýrustu og metnaðarfyllstu kynjaafhjúpanir í heimi þar sem öllu hefur verið til tjaldað fyrir kynjaveisluna.
Nú er um að gera að læra af þeim framagjörnustu í faginu, girða sig í brók og gera þetta almennilega þegar næsta kynjaveisla verður haldin.
@genderrevealmiami New Smoke Rockets Show gender reveal✨💕💙 #genderrevealparty #genderreveal #genderrevealworld #revelaciondesexo🥳💙💗 ♬ Easy On Me - Adele
Púðursprengjur eru gjarnan notaðar til að afhjúpa kyn. Þarna sprungu nokkrar bleikar púðursprengjur í loft upp sem þýðir að þetta ágæta par átti von á stúlkubarni.
Blá- og bleiktóna blöðruskreytingar eru lykilatriðið þegar halda skal góða kynjaveislu. Þarna ýta verðandi foreldrar sprengjuhandfangi á púður- og konfettísprengju niður til að varpa ljósi á kynið.
@genderrevealmiami Giant babies reveal show💕💙 #genderreveal #genderrevealparty #revelaciondesexo🥳💙💗 #heorshe #genderrevealworld ♬ original sound Genderrevealmiami
Þessi afhjúpun jaðrar við að vera svolítið skrítin en skemmtileg á sama tíma. Tvö risabörn af sitthvoru kyninu berjast um tilveruréttinn með tilheyrandi húllumhæi.
@bebecita_bella Cant get over it 🥺🤍 #firsttimemom #momtok #firstbaby ♬ I Get to Love You - Lyndsey Elm
Það er hægt að komast að kyninu með ýmsum hætti. Hér boxa verðandi foreldrar þar til réttur litur kemur í ljós sem segir til um kyn ófædda barnsins.
@mary_michelle_ first event of the year with a chance of 🌧 a #genderreveal celebration. what will it be? 🤍 #MARYMICHÉLLE #fypシ #foryou #boostofhope ♬ TO THE MOON - Jnr Choi & Sam Tompkins
Hér er togað í hreiður storksins með miklum tilþrifum til að fá úr því skorið af hvaða kyni komandi barn er.
@heorshe_us Kind of a new way to do that💙💖💙💖#genderreveal #babygenderreveal #genderrevealparty #foryou #fyp ♬ original sound - 👶🏻HeorShe🍼
Sumir hafa spilað keilu upp á kynið. Virkilega skemmtileg hugmynd.
@genderrevealmiami This real happiness from the parents when the found out they’re expecting a girl and a boy.😮💕💙 #genderreveal #genderrevealparty #genderrevealideas #revelaciondesexo ♬ Speechless - Dan + Shay
Blöðrubogi í hlutlausum litum, ljósasýning og púðursprengjur. Allt eins og það á að vera.
@pergolia Gender Reveal🤩 … comenta un 🤍 si quieres una revelación así ✨ #gender #pergolia #genderrevealparty #genderreveal ♬ original sound - CikSeryAsmara - SisLunabelle
Bleikar bombur og hamingjan í hámarki.
Hér var öllu til tjaldað.
@_brandinykole Hoping on the gender reveal trend. Love love loveeeddd mine ✨🔥 #fyp #genderreveal ♬ original sound - maestheix
Ljósadýrðin af brúnni skar úr um kynið, öllum til undrunar.
@isaacxmoreejay Did you get a boy for your first child ? 💙#fyp #gendereveal #itsaboy #helicopter #baby #babyboy #foryoupage ♬ sonido original - elia2005
Flugmaðurinn og verðandi faðirinn sem fékk þyrluflugmann til liðs við sig til að uppljóstra um kyn barnsins síns.
@danielruelas774 #genderrevealworld #gender #baby #motocross #motorsport #itsaboy #frankraines #sister#babyboy #blue@lorenaruelas6 @guajirocastillosantana ♬ Hold On - Extreme Music
Af hverju ekki að fá brjálæðinga á fjórhjólum með púðursprengjur á toppnum til að greina frá kyninu?