Leggur til svæðaskiptingu strandveiða á ný

Svandís Svavarsdóttir.
Svandís Svavarsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra tel­ur að fyr­ir­komu­lagið sem nú rík­ir á strand­veiðum hafi mis­heppn­ast.

Hyggst hún leggja fram frum­varp á Alþingi í haust um að taka upp svæðaskipt­ingu á kvóta strand­veiðanna á nýj­an leik. Kem­ur þetta fram í miðopnup­istli henn­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Smá­báta­sjó­menn á Norðaust­ur­landi eru afar óánægðir með fyr­ir­komu­lag strand­veiða og telja það fela í sér grófa mis­mun­un á milli veiðisvæða, eins og fram kom í frétta­skýr­ingu í Morg­un­blaðinu í gær.

Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda, seg­ir að breyt­ing­arn­ar hafi verið gerðar í þeim til­gangi að tryggja bet­ur ör­yggi við fisk­veiðar og koma í veg fyr­ir að menn gangi of langt í að kepp­ast við að veiða sem mest fyrstu daga hvers mánaðar. Ákveðið hafi verið að heim­ila veiðar í ákveðinn daga­fjölda í hverj­um mánuði, alls 48 daga yfir sum­arið.

Vant­ar meiri kvóta

Hins veg­ar hafi það gerst að ekki væri næg­ur kvóti sett­ur inn í þetta kerfi til þess að það nái mark­miðum sín­um. Setja verði meiri afla inn í það til þess að 48 dag­arn­ir haldi. Það muni gagn­ast sjó­mönn­um á Norðaust­ur­landi eins og öðrum.

Mat­vælaráðherra hyggst bæta 870 tonn­um af þorski inn í smá­báta­kerfið en Örn Páls­son seg­ir að það þurfi upp und­ir tvö þúsund tonn til þess að kerfið haldi og ekki þurfi að koma til veiðistöðvun­ar. 

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: