Breyting ráðherra „atlaga að brothættum sjávarbyggðum“

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Skjáskot/RÚV

Flokkur fólksins mótmælir harðlega fyrirhuguðum breytingum sjávarútvegsráðherra á strandveiðikerfinu þar sem svæðaskipting á kvóta strandveiðanna er tekin upp á nýjan leik.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ingu Sæland, formanni flokksins, þar sem segir að um sé að ræða hreina atlögu að brothættum sjávarbyggðum landsins.

„Ákvörðun sjávarútvegsráðherra er óskiljanleg með öllu með tilliti til fagurgala VG í nýafstaðinni kosningabaráttu.“

Segir í tilkynningunni að Flokkur fólksins berjist fyrir frjálsum handfæraveiðum og leggi sérstaka áherslu á að frjálsar strandveiðar muni aldrei ógna lífríkinu í kringum landið.

mbl.is