Chris Rock genginn út

Grínistinn Chris Rock.
Grínistinn Chris Rock. AFP

Grín­ist­inn Chris Rock og leik­kon­an Lake Bell hafa verið að stinga sam­an nefj­um síðustu vik­ur. Orðróm­ur um parið fór á kreik eft­ir að þau sáust á róm­an­tísk­um stefnu­mót­um yfir þjóðhátíðar­helgi Banda­ríkj­anna í Santa Monica, Kali­forn­íu. 

„Þau eru enn að kynn­ast og virðast skemmta sér vel,“ sagði heim­ild­armaður People, en hann seg­ir sam­band þeirra vera frek­ar ný­legt og að þau hafi verið að hitt­ast í nokkr­ar vik­ur. 

Leikkonan Lake Bell.
Leik­kon­an Lake Bell. AFP

Bell á tvö börn, fimm ára son og sjö ára dótt­ur með fyrr­ver­andi eig­in­manni sín­um, Scott Camp­bell en þau slitu sam­bandi sínu í októ­ber 2020 eft­ir sjö ára sam­band. 

Rock var áður gift­ur Mala­ak Compt­on rock, en þau hættu sam­an árið 2016 eft­ir tutt­ugu ára sam­band. 

mbl.is