Það væsir ekki um leikkonuna Lindsey Lohan og eiginmann hennar, fjármálamanninn Bader Shamas, en þau eru nú í brúðkaupsferð sinni. Hin nýgiftu hjón dvelja um þessar mundir í Tyrklandi.
Lúxus hótelið The Bodrum EDITION varð fyrir valinu hjá hjónunum, enda er það sérlega glæsilegt.
Lohan og Shamas giftu sig hinn 2. júlí síðastliðinn, en hún greindi frá giftingunni á Instagram-reikningi sínum á 36 ára afmæli sínu. Parið kynntist í Dubaí fyrir þremur árum, en leikkonan flutti þangað árið 2018.
Leikkonan birti myndir frá brúðkaupsferðinni á Instagram þar sem hún sleikir sólina á tyrknesku riveríunni. „Gaman í sólinni“ skrifaði Lohan við færsluna sem er merkt lúxus hótelinu.