„Mikil tækifæri“ í kaupunum

Síldarvinnslan sér fyrir sér mikil tækifæri í kaupum á Vísi.
Síldarvinnslan sér fyrir sér mikil tækifæri í kaupum á Vísi. Ljósmynd/Guðlaugur B. Birgisson

Gunnþór Ingva­son, for­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar hf. í Nes­kaupstað, tel­ur að kaup fé­lags­ins á Vísi hf. í Grinda­vík ættu að efla sam­keppn­is­stöðu sjáv­ar­út­vegs og þjón­ustu í Grinda­vík. Er þetta haft eft­ir hon­um í frétta­til­kynn­ingu um kaup­in til Kaup­hall­ar­inn­ar í kvöld.

„Kaup­andi og selj­end­ur eru sam­mála um að með þess­um viðskipt­um er verið að styrkja bæði fé­lög­in til framtíðar. Starf­sem­in verður öfl­ugri og trygg­ir sam­keppn­is­hæfni til lengri tíma litið,“ er haft eft­ir Gunnþóri.

Höfuðstöðvar bol­fisk­vinnslu Síld­ar­vinnsl­unn­ar verða hjá Vísi í Grinda­vík.

„Enda þar starf­rækt há­tækni­vinnsla og mik­il þekk­ing og mannauður til staðar. Við sjá­um fyr­ir okk­ur mik­il tæki­færi á vinnslu sjáv­ar­af­urða í Grinda­vík, meðal ann­ars vegna auk­ins fisk­eld­is á svæðinu á kom­andi árum.“

Verða kjöl­fjár­fest­ar í öfl­ugu fé­lagi

Pét­ur Haf­steinn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Vís­is, seg­ir eig­end­ur fé­lags­ins full­vissa um að for­send­ur þess að byggja upp bol­fisk­vinnsl­una í Grinda­vík séu rétt­ar og muni stand­ast tím­ans tönn, en með kaup­un­um verði eig­end­ur Vís­is á meðal annarra kjöl­festu­fjár­festa í Síld­ar­vinnsl­unni, að því er haft eft­ir hon­um í til­kynn­ingu um kaup­in.

Þegar við bæt­ast svo all­ir mögu­leik­arn­ir sem tengj­ast lax­eld­inu get­um við ekki annað en verið bjart­sýn og þakk­lát fyr­ir að vera þátt­tak­end­ur í þess­ari veg­ferð og þeirri framtíðar­sýn sem hér er lögð til grund­vall­ar í okk­ar heima­byggð,“ er haft eft­ir Pétri.

Þá séu eig­end­urn­ir stolt­ir af starfs­fólki Vís­is sem fái með þessu enn frek­ari tæki­færi til þess að tak­ast á við öfl­uga at­vinnu­sköp­un í Grinda­vík. „Þessi atriði gera þessa stóru ákvörðun okk­ar létt­ari.“ 

mbl.is