Onlyfans-stjarnan Klara Sif Magnúsdóttir og kærasti hennar Delyn fagna nú eins árs sambandsafmæli. Klara Sif segir í færslu á Instagram að hún trúi varla að það sé nú þegar komið eitt ár síðan þau kynntust fyrst.
„Ég hef aldrei kynnst neinum sem er svo fullur af lífi, svo ótrúlega fyndinn og það mikilvægasta af öllu svo umhyggjusamur og góður. Ég er heppin að hafa þig mér við hlið á hverjum degi, sem maki minn og besti vinur,“ skrifar Klara í fallegri færslu á Instagram.
Klara opnaði sig um sambandið í viðtali við Smartland í desember á síðasta ári, en þá var Delyn á leið til Íslands til að eyða með henni jólum og áramótum. Klara er ein vinsælasta Onlyfans-stjarna Íslands og komst meðal annars í tekjublaðið á síðasta ári sem tekjuhæsta klámstjarna Íslands.
Klara og Delyn kynntust úti í London á Bretlandi en hann er einmitt ættaður þaðan.
Smartland óskar þeim til hamingju með ástina!