Miklar aflaheimildir fylgja kaupum á Vísi

Töluverðar aflaheimildir í þorski fylgja kaupunum á Vísi og mun …
Töluverðar aflaheimildir í þorski fylgja kaupunum á Vísi og mun samstæða Síldarvinnslunnar vera komin með 9,6% hlut í tegundinni.

Vís­ir hf. er meðal stærstu botnsjáv­ar­út­gerðum lands­ins og fylgja því tölu­verðar afla­heim­ild­ir kaup­um Síld­ar­vinnsl­unn­ar hf. á út­gerðarfyr­ir­tæk­inu, alls 14.744 tonn miðað út­hlut­un vegna yf­ir­stand­andi fisk­veiðiárs.

Verðmæti afla­heim­ild­anna nem­ur rúm­lega 4,4 millj­örðum króna ef marka má meðal­verð á skráðum afla­marks­viðskipt­um frá ára­mót­um, að frá­töld­um viðskipt­um þar sem ekk­ert verð er. Þesi upp­hæð er þó lík­lega tölu­vert lægri en raun­veru­legt verðmæti þar sem um­rætt meðal­verð er oft vís­un í leigu­verð.

Vís­ir hf. er með fjórðu mestu afla­heim­ild­irn­ar í þorski á land­inu eða 5,4% hlut­deild í heild­arafla­marki í teg­und­inni. Það er því eðli­legt að af þeim heim­ild­um sem fylgja Vísi eru lang­mest­ar í þorski eða 9.469 tonn og er verðmæti þeirra 3,5 millj­arðar króna sam­kvæmt meðal­verði. Þá fylg­ir kaup­un­um einnig rúm­lega 6% afla­hlut­deild í ýsu að verðmæti rúm­lega 700 millj­ón­ir króna. Með kaup­un­um mun sam­stæða Síld­ar­vinnsl­unn­ar því vera kom­in með 9,6% af út­hlutuðum þorsk­heim­ild­um eða 16.887 tonn á yf­ir­stand­andi fisk­veiðiári og 15% af heim­ild­um í ýsu, alls 4.922 tonn á yf­ir­stand­andi fisk­veiðiári.

9,6% hlut í þorski

Til­kynnt var um kaup­in síðastliðinn sunnu­dag og var sagt frá því að kaup­verðið næmi 20 millj­örðum króna og að 30% af greiðslunni væru með reiðufé en 70% með hluta­fé í Síld­ar­vinnsl­unni. Jafn­framt fylg­ir Vísi 11 millj­arða króna skuld. Viðskipt­in eru gerð með fyr­ir­vara um samþykki hlut­hafa Síld­ar­vinnsl­unn­ar og Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins.

Í til­kynn­ing­unni var vak­in at­hygli á því að sam­stæða Síld­ar­vinnsl­unn­ar kunni með kaup­un­um að fara yfir efri eigna­mörk í lög­um sem kveða á um að ekki sé heim­ilt að fara með yfir 12% hlut­deild í út­hlutuðum þorskí­gild­um, fyr­ir­tækið hafi þó sex mánuði til að losa sig við veiðiheim­ild­ir. Til þess þarf ekki að koma ef út­hlut­un veiðiheim­ilda verður til þess að hlut­deild­in lækki sér­stak­lega með til­liti til upp­sjáv­ar­teg­unda, en mikl­ar sveifl­ur geta verið í þeim teg­und­um.

Auk eig­in heim­ilda telj­ast til heim­ildia Síld­ar­vinnsl­unn­ar heim­ild­ir sem eru skráðar á dótt­ur­fé­lagið Berg-Hug­inn í Vest­manna­eyj­um. Með kaup­un­um á Vísi gæti hlut­deild sam­stæðu Síld­ar­vinnsl­unn­ar í afla­heim­ild­um í þorski náð 9,6%, aðeins sam­stæða Sam­herja er með meiri heild­ir í þorski.

Há­tækni­vinnsla

Síld­ar­vinnsl­an er hins veg­ar ekki ein­ung­is að greiða fyr­ir afla­heim­ild­ir held­ur fylg­ir kaup­un­um einnig há­tækni­vædd vinnsla í Grinda­vík. Vís­ir hef­ur frá ár­inu 2006 verið í nánu vöruþró­un­ar­sam­starfi við Mar­el og hef­ur meðal ann­ars verið komið upp vatns­skurðar­vél­um, sjálf­virk­um pökk­un­ar- og sam­valsró­bót­um sem og rönt­gen­búnaði og miðlæg­um hug­búnaði sem teng­ir öll tæki sam­an og veit­ir heild­rænni stjórn á fram­leiðslunni. Full­yrti Guðbjörg Heiða Guðmunds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fiskiðnaðar hjá Mar­el, í viðtali um vinnsl­una árið 2020 að um væri að ræða eina full­komn­ustu fisk­vinnslu í heimi.

Tekj­ur Vís­is voru árið 2020 voru 9,3 millj­arðar króna sam­kvæmt árs­reikn­ingi og rekstr­ar­hagnaður tæp­ur millj­arður króna, á gengi dags­ins í dag. Hagnaður árs­ins 2020 nam 363 millj­ón­um.

Sex skip

Alls fylgja kaup­un­um sex skip Vís­is, þar á meðal línu­skipið Páll Jóns­son GK-7 sem kom til lands­ins 21. janú­ar 2020. Skipið, sem er 45 metr­ar að lengd og 10,5 metr­ar að breidd, var fyrsta skipið af þess­ari stærð sem Vís­ir fékk í um 50 ára sögu út­gerðar­inn­ar.

Meðal skip­anna er einnig línu­bát­ur­inn Fjöln­ir GK-157 sem smíðaður var 1968, ásamt skut­tog­ar­an­um Jó­hönnu Gísla­dótt­ur sem smíðaður var 1998 og króka­afla­marks­bát­un­um Sæ­vík GK-757 og Daðey GK-777.

Upp­fært 11:59. Upp­haf­lega stóð var fjallað um árs­reikn­ing Vís­is og talað um upp­hæðir í evr­um sem krón­ur. Upp­hæðirn­ar hafa nú verið um­reiknaðar í krón­ur á nú­ver­andi gengi og frétt­in leiðrétt með til­liti til þess.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: