Veðja á Suðurnes með kaupum á Vísi

Vinnsluhús Vísis í Grindavík.
Vinnsluhús Vísis í Grindavík. mbl.is/Sigurður Bogi

Sýni­legt er að Síld­ar­vinnsl­an ætl­ar með kaup­um á Vísi hf. í Grinda­vík að veðja á Suður­nes sem framtíðarsvæði í mat­væla­vinnslu, hvort held­ur er í veiðum, vinnslu eða eldi. Þetta seg­ir Ein­ar Hann­es Harðar­son, formaður Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lags Grinda­vík­ur.

„Auðvitað má alltaf bú­ast við ein­hverj­um breyt­ing­um með nýj­um eig­end­um að fyr­ir­tæki. Ég geri samt ekki ráð fyr­ir nein­um kollsteyp­um, að minnsta kosti ekki svona til að byrja með,“ seg­ir formaður­inn.

Vís­ir hf. er með fjórðu mestu afla­heim­ild­irn­ar í þorski á land­inu eða 5,4% hlut­deild í heild­arafla­marki í teg­und­inni. Það er því eðli­legt að af þeim heim­ild­um sem fylgja Vísi eru lang­mest­ar í þorski eða 9.469 tonn og er verðmæti þeirra 3,5 millj­arðar króna sam­kvæmt meðal­verði. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: