Vonar að Síldarvinnslan sýni samfélagslega ábyrgð

Katrín hefur áhyggjur af byggðarlögunum.
Katrín hefur áhyggjur af byggðarlögunum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra hef­ur áhyggj­ur af kaup­um Síld­ar­vinnsl­unn­ar hf. á sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­inu Vísi. Hún von­ar að fyr­ir­tækið sýni sam­fé­lags­lega ábyrgð og tryggi byggðarfestu.

Þetta kom fram í máli Katrín­ar við blaðamann mbl.is að lokn­um rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un. 

Greint var frá því á sunnu­dag­inn að fyr­ir­tækið hefði keypt allt hluta­fé Vís­is. Í kjöl­farið ruku hluta­bréf Síld­ar­vinnsl­unn­ar upp.

Er hætta á að kvót­inn sé að safn­ast á hend­ur ör­fárra?

„Það er ástæða fyr­ir því að Sam­keppnis­eft­ir­litið hef­ur tekið þetta til skoðunar, það er vegna þess að þetta þýðir auðvitað enn meiri samþjöpp­un í sjáv­ar­út­vegi á Íslandi. Það eru tvær stofn­an­ir sem eru með þetta til skoðunar, ann­ars veg­ar Sam­keppnis­eft­ir­litið og hins veg­ar Fiski­stofa sem mun meta hvort þetta fari yfir kvótaþakið. 

„Ég er þeirr­ar skoðunar að end­ur­skoða þurfi hvernig það er skil­greint og einnig út frá raun­veru­lega tengd­um aðilum, en á und­an­förn­um miss­er­um hef­ur tölu­verð umræða ein­mitt verið hvernig við get­um skýrt bet­ur hver á kvót­ann í raun og veru og hvaða aðilar telj­ast til tengdra aðila. Þar er úr­bóta þörf,“ seg­ir Katrín og bæt­ir við:

„Þannig að, já, það eru auðvitað áhyggj­ur af því að hér sé um mikla samþjöpp­un að ræða og enn frem­ur líka raun­veru­leg­ar áhyggj­ur af því hvaða áhrif þetta hef­ur á byggðarlög­in. Auðvitað von­ast maður til þess að þetta fyr­ir­tæki sýni sam­fé­lags­lega ábyrgð og tryggi byggðarfestu en við erum auðvitað með sögu sem sýn­ir að það hef­ur ekki alltaf verið, held­ur hafa ein­mitt hagræðing­ar­sjón­ar­mið ráðið för.“

Þurfi að skoða þessa miklu til­færslu á auði

Spurð hvort að með þess­um kaup­um sé ekki enn erfiðara fyr­ir aðila að kom­ast inn í geir­ann seg­ir Katrín: 

„Jú, þetta er ástæðan fyr­ir þeirri miklu vinnu sem mat­vælaráðherra hef­ur sett af stað. Við end­ur­skoðuðum auðvitað veiðigjöld­in á síðasta kjör­tíma­bili og þau hafa verið að skila meiri tekj­um í rík­is­sjóð núna.

Á móti kem­ur að það þarf auðvitað að ræða það þegar um er að ræða þessa miklu til­færslu á auði í tengsl­um við sjáv­ar­út­vegs­kerfið. Þá þarf auðvitað að taka það til sér­stakr­ar skoðunar og ég veit að það er til skoðunar í þeirri vinnu sem mat­vælaráðherra er að stjórna.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina