„Eins og sena úr Verbúðinni“

Dagur B. Eggertsson gagnrýnir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi.
Dagur B. Eggertsson gagnrýnir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri seg­ir að frétt­ir og viðtöl af kaup­um Síld­ar­vinnsl­unn­ar á Vísi í Grinda­vík séu eins og sena úr Ver­búðinni. Gagn­rýn­ir hann stjórn­völd fyr­ir að láta umræðu tak­mark­ast við kvótaþak og sam­keppn­is­sjón­ar­mið í færslu á Face­book í dag.

„Meðfylgj­andi grein­ing á kaup­verðinu bend­ir ein­dregið til þess að kaup­verðið taki EKKI mikið mið af rekstri eða rekstr­ar­ár­angri Vís­is held­ur skýrist fyrst og fremst af hlut­deild Vís­is í þorskkvót­an­um - ein­mitt, kvót­an­um sem er eða á að heita þjóðar­eign,“ skrif­ar Dag­ur. 

„Ekk­ert að marka fyr­ir­heit stjórn­mál­anna“

Helstu fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi séu þar með að lýsa yfir því að ekk­ert sé að marka „orð og fyr­ir­heit stjórn­mál­anna“ um að inn­heimta eigi eðli­leg­an arð af auðlind­inni, þannig að þeir fjár­mun­ir renni til þjóðar­inn­ar og að eng­ar breyt­ing­ar séu á því lík­leg­ar.

 „Á sama tíma horf­um við upp á van­fjár­magnað heil­brigðis- og vel­ferðar­kerfi án þess að lausn­ir á því séu í sjón­máli. Er eðli­legt að viðbrögð stjórn­mál­anna tak­markist við umræðu um kvótaþak og sam­keppn­is­sjón­ar­mið? Á þetta bara að vera svona?,“ spyr Dag­ur.

Síld­ar­vinnsl­an festi fyrr í vik­unni kaup á út­gerðarfé­lag­inu Vísi í Grinda­vík. Kaup­in eru háð samþykki Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins og hlut­hafa­fund­ar en því hef­ur verið lofað að starf­sem­in verði áfram í Grinda­vík.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina