Kaupin á Vísi hluti af nauðsynlegum breytingum

Svanur Guðmundsson segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi sé mikilvægur liður …
Svanur Guðmundsson segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi sé mikilvægur liður í að þróa fyrirtæki sem standast alþjóðlega samkeppni. Ljósmynd/Aðsend

„Það er bor­in von að við náum vopn­um okk­ar á alþjóðamarkaði ef stjórn­mála­menn hér heima hafa það að meg­in­mark­miði að hindra hagræðingu í rekstri ís­lenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja,“ skrif­ar Svan­ur Guðmunds­son, sjáv­ar­út­vegs­fræðing­ur og fram­kvæmda­stjóri Bláa hag­kerf­is­ins, um samþjöpp­un í sjáv­ar­út­vegi í aðsendri grein í Morg­un­blaðinu í dag.

Tölu­verð umræða hef­ur skap­ast um samþjöpp­un í grein­inni eft­ir að Síld­ar­vinnsl­an til­kynnti að hún hefði fest kaup á Vísi hf. í Grinda­vík, en Vís­ir fer með eitt af stærstu hlut­deild­un­um í afla­marki í þorski á land­inu.

„Sú sam­keppni sem er framund­an við alþjóðleg risa­fyr­ir­tæki kall­ar á breyt­ing­ar ef við ætl­um að tryggja áfram þá góðu stöðu sem við höf­um nú. Skráð al­menn­ings­fyr­ir­tæki eins og Síld­ar­vinnsl­an eru lík­leg til að leiða þær breyt­ing­ar eins og sést af kaup­um þeirra á Vísi í Grinda­vík,“ skrif­ar Svan­ur.

Máli sínu til stuðnings bend­ir hann meðal ann­ars á að þau fyr­ir­tæki sem hin ís­lensku keppa við eru marg­falt stærri. Þá sé eitt það stærsta, Maruha Nichiro, með um þúsund millj­arða króna veltu. Á móti eru stærstu 39 sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki hér á landi sam­an­lagt með um 350 millj­arða króna veltu.

Jafn­framt hafi ákvörðun um 12% kvótaþak ekki verið byggt á rann­sókn­um og skorti rök­stuðning, að sögn Svans sem seg­ir mun meiri samþjöpp­un í öðrum at­vinnu­grein­um hér á landi.

Grein Svans má lesa í Morg­un­blaðinu í dag eða hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina