Lífeyrissjóðir hagnast á Síldarvinnslunni

Fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði. Lífeyrissjóðir fara með um 20% hlut …
Fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði. Lífeyrissjóðir fara með um 20% hlut í Síldarvinnslunni og hefur verðmæti hluta þeirra hækkað um 13,4 milljarða á undanförnum 12 mánuðum. Ljósmynd/Síldarvinnslan/Ómar Bogason

Alls hef­ur markaðsvirði hluta líf­eyr­is­sjóða í Síld­ar­vinnsl­unni hf. auk­ist um 13,4 millj­arða króna á síðastliðnum 12 mánuðum eða 61%. Sjö líf­eyr­is­sjóðir fara sam­an­lagt með tæp­lega fimmt­ungs­hlut í sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­inu og hafa því þúsund­ir sjóðsfé­laga hagn­ast á út­gáfu óvenju­mik­ils loðnu­kvóta og kaup­um á Vísi hf. í Grinda­vík. Virði hluta líf­eyr­is­sjóðanna í Síld­ar­vinnsl­unni er nú rúm­lega 35 millj­arðar króna.

Þann 12. júlí 2021 var gengi bréfa Síld­ar­vinnsl­unn­ar 65,1 króna á hlut en á þriðju­dag var gengi bréf­anna við lok­un markaða 105 krón­ur á hlut.

Mik­il hækk­un á gengi bréf­anna fór af stað und­ir lok sept­em­ber í fyrra þegar fóru að ber­ast frétt­ir af því að loðnu­vertíðin yrði óvenju­stór og hélt hækk­un­ar­skeiðið áfram eft­ir að til­kynnt var um mesta loðnu­kvóta í tvo ára­tugi í byrj­un októ­ber. Þá átti sér einnig stað mik­il hækk­un á gengi bréf­anna í kjöl­far þess að Síld­ar­vinnsl­an til­kynnti á sunnu­dag kaup á Vísi í Grinda­vík.

Sjö millj­arðar til Gild­is

Sjóður­inn sem fer með stærsta hlut­inn í Síld­ar­vinnsl­unni er Gildi og er hann með 10,21% að verðmæti 18,2 millj­arðar króna sam­kvæmt markaðsvirði við lok­un markaða á þriðju­dag. Alls hef­ur geng­is­hækk­un­in skilað Gildi tæp­lega sjö millj­örðum króna.

Þá er Stapi með 2,97% hlut á 5,3 millj­arða, Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna með 1,94% á tæpa 3,5 millj­arða, Festa með 1,46% á 2,6 millj­arða, Al­menni líf­eyr­is­sjóður­inn 1,4% á 2,5 millj­arða, Brú með 1,17% á rétt rúma 2 millj­arða og Líf­eyr­is­sjóður Vest­manna­eyja með 0,61% á millj­arð.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: