Skeiðarárjökull hopaði um 400 metra

Á göngu á Skeiðarárjökli.
Á göngu á Skeiðarárjökli. Ljósmynd/Aðsend

Á síðasta ári hopuðu jök­ul­sporðar víða um tugi metra en nokkr­ir bratt­ir skriðjökl­ar gengu fram, mest Morsár­jök­ull sem gekk fram um meira en 100 metra. 

Af þeim jökl­um sem mæld­ir eru af sjálf­boðaliðum Jökla­rann­sókna­fé­lags Íslands hopaði Skeiðar­ár­jök­ull mest í fyrra eða um 400 metra þar sem mest var við aust­an­verðan sporðinn. Þar slitnaði sporður­inn frá dauðís­fláka.

Breiðamerk­ur­jök­ull hopaði víða um eða yfir 150 metra þar sem kelf­ir af hon­um í Jök­uls­ár­lón. Þetta kem­ur fram í ný­út­komnu frétta­bréfi á veg­um verk­efn­is­ins „Hörf­andi jökl­ar“.

Rýrn­un jökla er ein­hver skýr­asti vitn­is­b­urður hér­lend­is um hlýn­andi lofts­lag, að því er kem­ur fram á vef Veður­stof­unn­ar. Jökl­arn­ir hafa alls tapað um 250 km3 íss síðan 1995, sem er um 8% af heild­ar­rúm­máli þeirra.

Fram kem­ur að af­koma stærstu ís­lensku jökl­anna hafi verið nei­kvæð síðan 1995 með einni und­an­tekn­ingu, eða árs­ins 2015 þegar af­kom­an var já­kvæð í fyrsta sinn í 20 ár.

Verk­efnið „Hö­f­andi jökl­ar“ er sam­vinnu­verk­efni Veður­stofu Íslands og Vatna­jök­ulsþjóðgarðs, fjár­magnað af um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðuneyt­inu, og unnið í sam­vinnu við Jökla­hóp Jarðvís­inda­stofn­un­ar Há­skól­ans og Nátt­úru­stofu Suðaust­ur­lands.

mbl.is