Það væsir ekki um hina glæsilegu Evu Longoria sem er um þessar mundir stödd í fríi á Capri, Ítalíu. Leikkonan birti myndasyrpu af sér á Instagram þar sem hún sleikti sólina á snekkju í faðmi fjölskyldu sinnar.
Longoria deildi myndum af sér með syni sínum, Santiago sem er fjögurra ára. Santiago er fyrsta barn Longoria, en eiginmaður hennar á þrjú börn úr fyrra hjónabandi. Longoria og Bastón giftu sig árið 2016.