Að óbreyttu með 14% af aflaheimildum

Með kaupunum á Vísi hf. í Grindavík verður Síldarvinnslan komin …
Með kaupunum á Vísi hf. í Grindavík verður Síldarvinnslan komin með 13,97% hlutdeild í úthlutuðum þorskígildum. Hámark samkvæmt lögum er 12%. mbl.is/Sigurður Bogi

Með kaup­un­um á Vísi hf. í Grinda­vík fer hlut­deild sam­stæðu Síld­ar­vinnsl­unn­ar hf. í út­hlutuðum þorskí­gild­um í 13,97%. Þetta kem­ur fram í svari Fiski­stofu við fyr­ir­spurn blaðamanns um hlut­deild­ir fyr­ir­tækja eins og staðan var 14. júlí.

Þessi hlut­deild er um­fram lög­bundið há­mark sem sam­kvæmt í lög­um um stjórn fisk­veiða er 12%. Það er hins veg­ar ekki víst að Síld­ar­vinnsl­an þurfi að aðhaf­ast mikið vegna þessa þar sem mikl­ar breyt­ing­ar geta átt sér stað í sam­setn­ingu þorskí­gilda á næstu mánuðum.

Í lög­um um stjórn fisk­veiða seg­ir að „sam­an­lögð afla­hlut­deild fiski­skipa í eigu ein­stakra aðila, ein­stak­linga eða lögaðila, eða í eigu tengdra aðila ekki nema meira en 12% af heild­ar­verðmæti afla­hlut­deild­ar allra teg­unda sem sæta ákvörðun um leyfðan heild­arafla“. Þá eru einnig lög­bund­in há­mörk fyr­ir ein­staka teg­und­ir og eru þau skil­greind sem 12% í þorski en 20% í ýsu, ufsa, grá­lúðu, síld, loðnu og út­hafs­rækju, en 35% í grá­lúðu. Tengd­ir aðilar telj­ast þeir aðilar þar sem ein­stak­ling­ur eða lögaðili á beint eða óbeint meiri­hluta í öðrum eða fer með meiri­hluta at­kvæðis­rétt­ar.

Þegar afla­hlut­deild fer yfir lög­bundið há­mark er gef­inn sex mánaða frest­ur til að gera viðeig­andi ráðstaf­an­ir til þess að koma afla­hlut­deild­inni niður fyr­ir mörk­in.

Stuðull­inn gagn­rýnd­ur

Brim hf. lenti í því að vera komið yfir hlut­deild­ar­mörk­in fyr­ir til­vilj­un þegar óvænt var gef­inn út óvenju­mik­ill loðnu­kvóti, sá mesti í tvo ára­tugi, en þorskí­gild­in reiknuðust þá á grund­velli árs­ins á und­an þegar verð voru há og fá tonn veidd. Hafði fé­lagið þá, í sam­ræmi við lög, sex mánuði til að gera viðeig­andi ráðstaf­an­ir.

Guðmund­ur Kristjáns­son, for­stjóri Brims, sagði við Morg­un­blaðið í nóv­em­ber í fyrra að þetta sýndi hve rang­ur mæli­kv­arði þorskí­gild­isstuðull­inn væri og benti á að verðmæti loðnu­kvót­ans í þorskí­gild­um væri orðið 30% meira en allra heim­ilda í þorski. „Ég myndi vilja að þak í hverri fisk­teg­und myndi ráða há­mark­inu. Það er ein­falt og gagn­sætt kerfi,“ sagði Guðmund­ur.

Var gripið til þess ráðs að selja Útgerðarfé­lagi Reykja­vík­ur hf. 5,84% afla­hlut­deild í loðnu sem skráð var á tog­ar­ann Sól­borg RE, en skipið var keypt í fyrra til að veiða ufsa og karfa í Bar­ents­hafi.

For­send­ur geta breyst

Í til­felli Síld­ar­vinnsl­unn­ar er óvíst hvort grípa þurfi til ein­hverra ráðstaf­anna og hverra ef þess er þörf. Ekki hef­ur end­an­lega verið gengið frá kaup­un­um, en beðið er eft­ir samþykkt hlut­hafa sem og Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins og er það fyrst þegar kaup­in hafa átt sér stað að hlut­deild sam­stæðu Síld­ar­vinnsl­unn­ar fer yfir mörk lag­anna. Ef til að mynda er gengið út frá því að kaup­in séu fram­kvæmd mánu­dag­inn 18. júlí og Fiski­stofa til­kynn­ir Síld­ar­vinnsl­unni að fé­lagið sé komið yfir viðmiðun­ar­mörk hef­ur fyr­ir­tækið til 18. janú­ar að koma sér niður fyr­ir 12% mörk­in og á þeim tíma get­ur margt breyst.

Haf­rann­sókna­stofn­un hef­ur þegar gefið út ráðgjöf fyr­ir flesta nytja­stofna vegna fisk­veiðiárs­ins 2022/​2023 sem hefst 1. sept­em­ber, en afla­mark­inu hef­ur enn ekki verið út­hlutað. Þegar út­hlut­un á sér stað breyt­ast eðli­lega út­reikn­ing­ar hlut­deild­ar sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja af heild­ar­verðmæti.

Jafn­framt hef­ur ráðgjöf vegna næstu loðnu­vertíð sem og loðnu­kvóti ekki verið gef­inn út, en það ger­ist í kring­um mánaðamót­in októ­ber/​nóv­em­ber. Þá verður byggt á þorskí­gild­isstuðli sem reikn­ast á grund­velli síðastliðinn­ar loðnu­vertíðar. Bú­ist er við ann­arri stórri vertíð en þó lík­lega ekki jafn stórri og þeirri sem lauk í vor.

Telj­ast ekki tengd í lög­um

Afla­hlut­deild tengdra aðila reikn­ast sam­an í tengsl­um við ákvæði um há­marks­hlut­deild, en tengd­ir aðilar telj­ast þeir aðilar þar sem ein­stak­ling­ur eða lögaðili á beint eða óbeint meiri­hluta í öðrum eða fer með meiri­hluta at­kvæðis­rétt­ar.

Á þess­um grund­velli telst Sam­herji ekki fé­lag tengt Síld­ar­vinnsl­unni, en Sam­herji á 32,64% hlut í fé­lag­inu. Þá fer Útgerðarfé­lag Reykja­vík­ur beint og óbeint með 43,95% hlut í Brimi, en þau fé­lög telj­ast ekki tengd í lög­um um stjórn fisk­veiða.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: