Leikararnir Ben Stiller og Ólafur Darri Ólafsson virtust verulega kátir að hitta hvorn annan í Stykkishólmi á dögunum. Stiller birti myndband af þeim félögum þegar þeir hittust.
Greint var frá því í síðustu viku að Stiller hafi verið hér á landi og meðal annars sést í Flatey á Breiðafirði með Ólafi Darra.
Stiller skrifaði um sína nýjustu Íslandsför á Twitter í dag, en þeir Ólafur Darri fögnuðu því að tíu ár er frá því að The Secret Life of Walter Mitty var tekin upp hér á landi. Stiller segir Stykkishólm vera einn af sínum uppáhaldsstöðum.