Strandveiðar klárast á morgun

Fiskistofa gerir ráð fyrir að aflinn sem skilar sér á …
Fiskistofa gerir ráð fyrir að aflinn sem skilar sér á strandveiðum á morgun verður sá síðasti í ár, enda eru þá heimildirnar búnar. Ljósmynd/Líney Sigurðardóttir

„Að öllu óbreyttu verður síðasti dag­ur strand­veiða á morg­un,“ seg­ir í til­kynn­ingu á vef Fiski­stofu. Með þessu verður því eng­in strand­veiði í ág­úst.

Fiski­stofa seg­ir aðeins 400 tonn af þorski eft­ir af þeim afla­heim­ild­um sem ætlað er strand­veiðum í ár og þarf að taka til­lit til þess að all­ar lönd­un­ar­töl­ur dags­ins í dag hafi ekki skilað sér. „Meðalafli á dag er um 350 tonn og tel­ur Fiski­stofa meiri lík­ur en minni að pott­ur­inn klárist á morg­un,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina