Endurskoða þurfi útfærslu kvótaþaksins

Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, telur tilefni til að endurskoða hvernig …
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, telur tilefni til að endurskoða hvernig kvótaþakið sé útfært vegna mikilla sveiflan í úthlutun heimilda í uppsjávarfiski. mbl.is

Gunnþór Ingva­son, for­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar, seg­ir end­ur­skoða þurfi hvernig kvótaþakið sé út­fært. Það teng­ist meðal ann­ars mikl­um sveifl­um í út­hlutuðum afla­heim­ild­um í upp­sjáv­ar­fisk­teg­und­um. Ekki séu mörg ár síðan eng­um kvóta var út­hlutað í loðnu en nú síðast hafi verið gef­inn út risa­kvóti, sem auðvitað hafi áhrif.

Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í viðtali í Dag­mál­um Morg­un­blaðsins, streymi á net­inu, sem opið er öll­um áskrif­end­um.

Í viðtal­inu er Gunnþór spurður út í gagn­rýni sem fram hef­ur komið í kjöl­far kaupa Síld­ar­vinnsl­unn­ar á öllu hluta­fé Vís­is í Grinda­vík. Hef­ur hún meðal ann­ars beinst að því að fyr­ir­tækið er nú komið upp yfir svo­kallað kvótaþak, en það set­ur tak­mörk fyr­ir því á hve mikl­um afla­heim­ild­um hvert fyr­ir­tæki í grein­inni get­ur haldið.

Með kaup­un­um á Vísi fer hlut­deild sam­stæðu Síld­ar­vinnsl­unn­ar í 14% af út­hlutuðum þorskí­gild­um en lög­bund­in há­marks­hlut­deild er 12%.

Þegar Brim hf. skaust fram yfir kvótaþakið vegna óvenju mik­ill­ar út­hlut­un­ar í loðnu á síðasta ári benti Guðmund­ur Kristjáns­son, for­stjóri Brims, á að nú­ver­andi út­færsla sm bygg­ir á þorskí­gild­isstuðlum sé ekki í takti við raun­veru­lega stöðu. Hátt verð á loðnu­af­urðum og lít­il veiði 2021 gerði það að verk­um að verðmæti loðnu­kvót­ans í þorskí­gild­um var orðið 30% meira en allra heim­ilda í þorski.

„Ég myndi vilja að þak í hverri fisk­teg­und myndi ráða há­mark­inu. Það er ein­falt og gagn­sætt kerfi,“ lagði Guðmund­ur til.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: