„Hærri veiðigjöld valda samþjöppun í sjávarútvegi“

Viðskiptafræðingurinn Gunnar Þórðarson segir auknar álögur á sjávarútveginn knýja fram …
Viðskiptafræðingurinn Gunnar Þórðarson segir auknar álögur á sjávarútveginn knýja fram aukna samþjöppun í greininni. Ljósmynd/Aðsend

„Hærri veiðigjöld valda samþjöpp­un í sjáv­ar­út­vegi! Það er eins aug­ljóst og verið get­ur; en það er ekki nei­kvætt fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag,“ skrif­ar Gunn­ar Þórðar­son, viðskipta­fræðing­ur, í aðsendri grein um kaup Síld­ar­vinnsl­unn­ar hf. á Vísi hf. í Grinda­vík sem birt er í Morg­un­blaðinu í dag.

„Til að kom­ast af við hærri veiðigjöld, sem eru núna yfir 30% af hagnaði út­gerðar, er eng­in önn­ur leið en að hagræða í rekstri, sem byrj­ar í lá­rétt­um samruna og þegar lengra dreg­ur í lóðrétt­um samruna. Fyr­ir­tæki þurfa að stækka til að tak­ast á við aukna skatt­heimtu og reyna að hafa betri stjórn á sinni virðiskeðju með því að taka stærri hluta henn­ar yfir,“ seg­ir Gunn­ar.

Hann full­yrðir að eng­inn grund­völl­ur hefði verið fyr­ir inn­heimtu veiðigjalda hefðu fyr­ir­tæki ekki verið sam­einuð eða yf­ir­tek­in und­an­farna ára­tugi, þar sem af­koma sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja væri þá slök. „Svona svipað og ástandið var á tí­unda ára­tug síðustu ald­ar og lít­il sem eng­in fjár­fest­ing átti sér stað.“

For­senda ár­angri er markaðsdrif­inn sjáv­ar­út­veg­ur að mati Gunn­ar. „Með betri teng­ingu við markaðinn, þar sem menn teygja sig lengra niður virðiskeðjuna, nást mögu­leik­ar á að bæta vöru­fram­boð, bjóða upp á ein­stak­ar vör­ur, sem eyk­ur virði kaup­anda og þar með verðmæti fram­leiðslunn­ar.“

Hægt er að nálg­ast grein Gunn­ars í Morg­un­blaðinu eða í net­vænni út­gáfu hér.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: