Samherji hagnaðist um 17,8 milljarða

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.

Hagnaður sam­stæðu Sam­herja árið 2021 var í heild 17,8 millj­arðar króna í sam­an­b­urði við 7,8 millj­arða árið 2020. Sala á hluta­bréf­um í Síld­ar­vinnsl­unni setti mark sitt á af­komu árs­ins.

Fram kem­ur í skýr­ing­um með upp­gjöri að hækk­andi olíu­verð hafi leitt til auk­ins kostnaðar fyr­ir fyr­ir­tækið. Meðal ann­ars hafi ol­íu­kostnaður­inn við út­gerð Vil­helms Þor­steins­son­ar hækkað um 300 millj­ón­ir á ári.

Hagnaður af starf­semi Sam­herja eft­ir skatta, að frá­töld­um áhrif­um af sölu­hagnaði hlut­deild­ar­fé­laga, nam 5,5 millj­örðum króna en árið áður var hagnaður­inn 4,5 millj­arðar.

Seldu bréf í Síld­ar­vinnsl­unni

„Á ár­inu voru hluta­bréf í Síld­ar­vinnsl­unni hf. seld og nam sölu­hagnaður auk hlut­deild­ar í af­komu síðasta árs sam­tals 9,7 millj­örðum króna.

Sölu­hagnaður og hlut­deild Sam­herja hf. í af­komu annarra hlut­deild­ar­fé­laga en Síld­ar­vinnsl­unni hf. nam sam­tals 2,6 millj­örðum króna.

Hagnaður sam­stæðunn­ar árið 2021 var í heild 17,8 millj­arðar króna í sam­an­b­urði við 7,8 millj­arða árið 2020,“ seg­ir á vef Sam­herja.

Eigið fé yfir 94 millj­arðar

Þá kem­ur fram í upp­gjör­inu að eign­ir í árs­lok námu 128 millj­örðum króna og var eigið fé í árs­lok 94,3 millj­arðar króna.

„Eig­in­fjár­hlut­fall sam­stæðunn­ar í árs­lok var því 73,6%, miðað við 72% árið á und­an, sem und­ir­strik­ar að efna­hag­ur fé­lags­ins er traust­ur,“ seg­ir þar jafn­framt.

„Seld­ar afurðir Sam­herja voru 52,8 millj­arðar króna og að meðtöld­um öðrum rekstr­ar­tekj­um námu rekstr­ar­tekj­ur alls 56,7 millj­örðum króna á ár­inu 2021. Hagnaður af rekstri sam­stæðunn­ar nam 17,8 millj­örðum króna í sam­b­urði við 7,8 millj­arða króna árið á und­an.

Hagnaður fyr­ir af­skrift­ir og fjár­magnsliði (EBITDA) var níu millj­arðar króna, sem er nán­ast sama EBITDA-af­koma og árið á und­an. Á ár­inu voru hluta­bréf í hlut­deild­ar­fé­lög­um seld og nam bók­færður hagnaður 7,1 millj­arði króna. Þyngst veg­ur sala á 12% hlut í Síld­ar­vinnsl­unni hf. Hlut­deild í af­komu hlut­deild­ar­fé­laga hafði einnig já­kvæð áhrif hagnað árs­ins,“ seg­ir í skýr­ing­um vegna upp­gjörs­ins.

mbl.is