Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og eiginkona hans Ingibjörg Elsa Ingjaldsdóttir hafa verið gift í 13 ár. Sigurður Ingi fagnaði þessum merka áfanga í færslu á Facebook í gær.
Ráðherran birti fallegar myndir úr brúðkaupi þeirra hjóna árið 2009. „13 ár! Svona líður tíminn. Til hamingju elsku Elsa min með daginn og okkur og Lífið,“ skrifar Sigurður Ingi við færsluna.