Fótboltamaðurinn Hörður Björgvin Magnússon og Móeiður Lárusdóttir fagna níu ára sambandsafmæli sínu í dag. Móeiður sagði frá sambandsafmælinu á Instagram og setti inni fallegt myndband í sögur.
Hörður og Móeiður eiga saman tvær dætur, Matteu Móu og Mörlu Ósk, en Marla litla kom í heiminn nú í byrjun sumars. Parið hefur búið saman um víða veröld en Hörður hefur spilað með liðum á Ítalíu, á Bretlandi og í Rússlandi.
Síðustu fjögur ár hafa þau búið í Moskvu í Rússlandi þar sem hann spilaði með CSKA Mosvku. Fyrirhugaðir eru flutningar hjá vísitölufjölskyldunni til Grikklands en Hörður gerði nýverið samning við gríska úrvalsdeildarliðið Panathinaikos.