„Þokkalegasta hljóð í okkur hér á Barðanum“

Barði NK á makrílveiðum. Unnið er nú að löndun 1.100 …
Barði NK á makrílveiðum. Unnið er nú að löndun 1.100 tonnum af makríl úr skipinu í Neskaupstað. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Helgi Freyr Ólason

„Þetta er þokka­leg­asti fisk­ur. Hann er á bil­inu 350 – 390 grömm en í hon­um er ein­hver áta,“ seg­ir Atli Rún­ar Ey­steins­son, skip­stjóri á Barða NK, í færslu á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar. Barði kom til lönd­un­ar í Nes­kaupstað með 1.100 tonn af mak­ríl úr Síld­ars­mugunni í gær.

„Afl­inn sem við erum með fékkst í níu hol­um. Fimm hol­anna eru okk­ar eig­in og síðan feng­um við úr fjór­um hol­um hjá Bjarna Ólafs­syni. Það er sí­fellt lengra að sækja mak­ríl­inn. Við vor­um að veiðum um 450 míl­ur frá Norðfjarðar­horni, komn­ir norður fyr­ir sjö­tug­ustu gráðu. Og enn var mak­ríll­inn á hraðri leið norður. Það tek­ur okk­ur einn og hálf­an sól­ar­hring að sigla með afl­ann til Nes­kaupstaðar og skip­in sem nú eru að veiðum munu þurfa að sigla enn lengri leið. Þó að sé langt að sækja er þó veiði en í fyrra á sama tíma var eng­in veiði og bölvað reiðileysi á flot­an­um. Það er bara þokka­leg­asta hljóð í okk­ur hér á Barðanum,“ seg­ir Atli Rún­ar.

Bjarni Ólafs­son AK er nú á leið til Nes­kaupstaðar með tæp 1.200 tonn og er stadd­ur norðaust­ur af land­inu. Gert er ráð fyr­ir að skipið komi til hafn­ar áður en lönd­un lýk­ur úr Barða. Veiðin hef­ur verið góð á miðunum og náði Börk­ur NK 460 tonna hol þarsíðustu nótt.

mbl.is